Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   sun 17. mars 2013 14:02
Fótbolti.net
Heimild: Heimasíða KSÍ 
Lengjubikar kvenna: Blikar unnu Íslandsmeistarana
Þórdís Hrönn og Sandra María komust báðar á blað
Þórdís Hrönn og Sandra María komust báðar á blað
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Fyrri viðureign dagsins í A-deild Lengjubikarsins er lokið en Breiðablik sigraði Þór/KA 3-1 í Kórnum í morgun.

Breiðablik 3-1 Þór/KA
1-0 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('7)
1-1 Sandra María Jessen ('36)
2-1 Rakel Hönnudóttir ('46)
3-1 Greta Mjöll Samúelsdóttir ('50)

Blikar náðu forystunni á sjöundu mínútu þegar Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir skoraði. Markahrókurinn Sandra María Jessen jafnaði fyrir Þór/KA á 36. mínútu en það mark dugði skammt.

Tíu mínútum síðar skoraði Rakel Hönnudóttir gegn sínum gömlu félögum og Greta Mjöll Samúelsdóttir innsiglaði svo 3-1 sigur Breiðabliks með marki á 50. mínútu.

Breiðablik hefur þar með unnið tvo fyrstu leiki sína á mótinu en Íslandsmeistararnir eru án stiga eftir tvo leiki.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner