Aston Villa og Man Utd gætu skipst á leikmönnum - Onana falur fyrir 20 milljónir punda - Isak fer ekki frá Newcastle
   fim 22. janúar 2015 11:11
Elvar Geir Magnússon
Ödegaard sagður fá 2,3 milljónir á dag
Verður með B-liðinu til sumars
Fjölmargir fjölmiðlar halda því fram að Martin Ödegaard sé búinn að semja við Real Madrid um 80 þúsund pund í vikulaun, það eru um 16 milljónir íslenskra króna eða 2,3 milljónir í dagslaun.

Þessi 16 ára norski strákur er búinn að semja við spænska stórliðið Real Madrid og verður kynntur hjá félaginu í dag en samningurinn er víst til þriggja og hálfs árs.

Mörg stærstu félög Evrópu vildu fá Ödegaard en þar má nefna Bayern München, Arsenal, Barcelona, ​​Liverpool, Manchester United og Manchester City.

Fjölmiðlar greina frá því að hann flytji strax til Madrídar ásamt föður sínum, Hans Erik, sem fær starf hjá félaginu.

Martin Ödegaard mun spila með B-liði Real Madrid til sumars.

Fleiri Ödegaard fréttir:
Æfir bæði með aðal- og varaliðinu
Ödegaard: Óraunverulegt að sitja hér
Ödegaard eyddi tísum um Messi
Pistill: Galacticoinn sem á að redda Noregi
Sagður fá 2,3 milljónir á dag
Ödegaard til Real Madrid (Staðfest)
Varar Ödegaard við því að ganga til liðs við Real Madrid
Ödegaard meðhöndlaður eins og kóngur
Verður Ödegaard flopp eins og Freddy Adu?
Don Balon listinn: Ödegaard sá yngsti
Pabbi gaf leyfi á að Ödegaard yrði í FM15
Fimmtán ára norskur strákur sló met Sigga Jóns
Hvor nýliðinn er líklegri til að halda sér uppi?
Athugasemdir
banner
banner