Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 14. júní 2016 20:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
EM: Ísland komið á heimskortið (Staðfest)
Icelandair
Ísland náði í magnað stig gegn Portúgal
Ísland náði í magnað stig gegn Portúgal
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland 1 - 1 Portúgal
0-1 Nani ('31)
1-1 Birkir Bjarnason ('51)
Nánar um leikinn.

Íslenska landsliðið í fótbolta lék sinn fyrsta leik á stórmóti í kvöld. Liðið lék gegn Portúgal á EM í Frakklandi.

Mikil stemning var á vellinum í St. Etienne og sýndu rúmlega 8 þúsund stuðningsmenn Íslands mikla yfirburði gegn 16 þúsund Portúgölum.

Ísland fór mjög vel af stað í leiknum og strax á annari mínútu fékk Gylfi Þór ágætis færi, en Rui Patricio, markvörður Portúgala sá við honum.

Eftir það fóru Portúgalar að taka stjórnina. Nani fékk dauðafæri eftir hálftíma, en Hannes í markinu varði meistaralega frá honum.

Stuttu eftir það tóku Portúgalar þó forystuna. Nani skoraði þá eftir fyrirgjöf frá Vierinha og markið verðskuldað.

Staðan í hálfleik var 1-0, en í upphafi þess seinni jafnaði Ísland metin. Jóhann Berg átti fyrirgjöf frá hægri og þar var Birkir Bjarnason mættur og setti hann í netið, 1-1 og allt ætlaði um koll að keyra.

Íslenska liðið barðist meistaralega það sem eftir var og Portúgalarnir áttu engin svör. Alfreð Finnbogason kom inn á og fékk tækifæri til þess að skora en Patricio varði frá honum.

1-1 jafntefli niðurstaðan í fyrsta leik gegn Portúgal. Hreint út sagt mögnuð úrslit og ein þau stærstu í Íslandssögunni.

Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.

FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner