Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   fös 17. mars 2017 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho: Ég hefði aldrei selt Di Maria og Chicharito
Di Maria fann sig ekki hjá Man Utd.
Di Maria fann sig ekki hjá Man Utd.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, er ekki par sáttur með sölu leikmanna frá félaginu síðustu ár.

Hann segir að leikmenn eins og Angel Di Maria, Javier Hernandez og Danny Welbeck hefðu aldrei verið seldir ef hann hefði verið við stjórnvölin.

„Manchester United seldi leikmenn sem ég hefði aldrei selt, og keypti leikmenn sem ég hefði aldrei keypt," sagði Mourinho við BBC.

„Ég hefði aldrei selt Di Maria, Chicharito eða Danny Welbeck, aldrei, ekki möguleiki," sagði sá portúgalski ennfremur.

Louis van Gaal, sem var stjóri United áður en Mourinho tók við, var duglegur að selja leikmenn á útsöluverði og það er hægt að setja alla ofangreinda leikmenn í þann flokk.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner