Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
banner
   mið 03. maí 2017 09:00
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í Inkasso-deildinni: 3. sæti
Þrótturum er spáð 3. sæti í sumar.
Þrótturum er spáð 3. sæti í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveinbjörn Jónasson er mættur aftur í Þrótt.
Sveinbjörn Jónasson er mættur aftur í Þrótt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil Atlason er að snúa aftur eftir að hafa fótbrotnað illa fyrir ári síðan.
Emil Atlason er að snúa aftur eftir að hafa fótbrotnað illa fyrir ári síðan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Inkasso-deildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. Þróttur R. 204 stig
4. Þór 161 stig
5. Selfoss 159 stig
6. Leiknir R. 141 stig
7. Fram 124 stig
8. Haukar 120 stig
9. HK 93 stig
10. ÍR 54 stig
11. Leiknir F. 41 stig
12. Grótta 35 stig

3. Þróttur
Lokastaða í fyrra: 12. sæti í Pepsi-deildinni
Þróttarar fóru upp í Pepsi-deildina eftir að hafa endað í 2. sæti í fyrstu deildinni árið 2015. Í fyrra var liðið í basli allt frá byrjun í Pepsi-deildinni og botnsætið varð niðurstaðan.

Þjálfarinn: Gregg Ryder frá Newcastle er að sigla inn í sitt fjórða tímabil sem þjálfari í Laugardalnum og það áður en hann verður þrítugur! Gregg kom Þrótti upp fyrir tveimur árum en liðið féll síðan undir hans stjórn í fyrra.

Styrkleikar: Gregg hefur góða reynslu af Inkasso-deildinni en hann var nálægt því að koma Þrótti upp 2014 og tókst síðan ætlunarverkið ári síðar. Breiddin í framlínunni er góð en Þróttarar hafa marga markaskorara innan sinna raða. Þróttarar bjuggu til algjört vígi í Laugardalnum árið 2015 en liðið tapaði ekki leik þar og lagði grunninn að því að komast upp. Stemningin í kringum félagið hefur verið góð undanfarin ár og heimavöllurinn gæti orðið drjúgur í sumar.

Veikleikar: Emil Atlason og Oddur Björnsson eru að snúa aftur eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Hlynur Hauksson og Rafn Andri Haraldsson eru báðir að byrja aftur eftir hlé frá fótbolta og Sveinbjörn Jónasson lék lítið í fyrra og ekkert í hitteðfyrra. Spurningamerkin eru því mörg hjá Þrótti. Varnarleikurinn var afleitur á síðasta tímabili og fylla þarf upp í götin ef Þróttarar ætla sér upp. Grétar Sigfinnur Sigurðarson gæti spilað stórt hlutverk í að þétta vörnina en hann kom frá Stjörnunni í vetur. Líkt og oft áður þá var gengi Þróttar á undirbúningstímabilinu ekkert frábært og sigurleikir fáir.

Lykilmenn: Emil Atlason, Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Oddur Björnsson.

Gaman að fylgjast með: Aron Dagur Heiðarsson er ungur og efnilegur framherji sem hefur verið að fá smjörþefinn með Þrótti. Á ekki langt að sækja sóknarhæfileikana því faðir hans er fyrrum landsliðsmaðurinn Heiðar Helguson.

Komnir:
Birkir Þór Guðmundsson frá Aftureldingu
Daði Bergsson frá Val
Grétar Sigfinnur Sigurðarson frá Stjörnunni
Hlynur Hauksson, tekur fram skóna
Rafn Andri Haraldsson, tekur skóna af hillunni
Sveinbjörn Jónasson frá KH
Viktor Jónsson frá Víkingi R.
Víðir Þorvarðason frá Fylki

Farnir:
Aron Lloyd Green erlendis í nám
Baldvin Sturluson í Hauka
Björgvin Stefánsson í Hauka (Var á láni)
Christian Nikolaj Sorensen til Danmerkur
Davíð Þór Ásbjörnsson í Fylki
Guðmundur Friðriksson í Breiðablik (Var á láni)
Hallur Hallsson hættur
Ragnar Pétursson erlendis í námi
Sebastian Svard
Thiago Borges Pinto
Tonny Mawejje
Trausti Sigurbjörnsson í Hauka

Fyrstu leikir Þróttar
6. maí Þróttur R. - Haukar
12. maí ÍR - Þróttur R.
20. maí Þróttur R. - Þór
Athugasemdir
banner
banner
banner