Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
banner
   fös 23. júní 2017 15:00
Arnar Daði Arnarsson
Egill í Áttunni spáir í leiki 9. umferðar
Egill Ploder (til hægri).
Egill Ploder (til hægri).
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Davíð Atlason skorar þrennu samkvæmt spá Egils.
Davíð Atlason skorar þrennu samkvæmt spá Egils.
Mynd: Raggi Óla
Ingólfur Sigurðsson fékk fjóra rétta þegar hann spáði í Pepsi-deildina um síðustu helgi.

Egill Ploder útvarpsmaður á Áttunni fær það verkefni að spá í leikina í 9. umferð um helgina.

Fjölnir 1 - 2 Valur (14:00 á morgun)
Valsmenn á góðu róli og Fjölnir á slæmu. Verður samt einhvernveginn ekki auðvelt fyrir Val. Þeir halda áfram að vinna þessa meistarasigra með einu marki.

Stjarnan 2 - 1 ÍA (17:00 á morgun)
Stjarnan rífur sig upp á heimavelli og tekur þennan. Hólmbert og Baldur skora fyrir Stjörnuna. Gaddi Gull fyrir ÍA.

KA 0 - 2 KR (17:00 á morgun)
Bæði lið komið á óvart í sumar á mjög ólíkan hátt. KR hins vegar stígur upp á Akureyri og vinnur góðan 0-2 sigur.

ÍBV 0 - 4 FH (17:00 á sunnudag)
Skyldusigur fyrir lið eins og FH. 0-4 Steven Lennon og Kristján Flóki halda áfram að skora. Óvæntur Beggi Ólafs skorar líka.

Víkingur R. 3 - 1 Víkingur Ó. (19:15 á mánudag)
Víkingur Ólafsvík er ekki að fara stoppa Loga Ólafs. 3-1 sigur. Davíð Atla kemur af bekknum og skorar þrennu. #freeDavíðAtla

Breiðablik 1 - 2 Grindavík (20:00 á mánudag)
Ég ætla að giska á að Andri Rúnar skori í þessu leik. Eitthvað sem segir mér það. Þetta verður hinsvegar viðbjóðslega spennandi leikur. 1-1 fram að 90. Grindavík skora flautumark og vinna leikinn 1-2. Triple A skorar fyrir Blika.

Mundu eftir Draumaliðsdeildinni
Markaðurinn í Draumaliðsdeild Eyjabita lokar klukkan 13:00 á laugardag. Mundu að gera breytingar í tæka tíð. Einnig er hægt að skrá ný lið til keppni!

Sjá einnig:
Aron Sigurðarson - 4 réttir
Hjörtur Hjartarson - 4 réttir
Ingólfur Sigurðsson - 4 réttir
Benedikt Bóas og Stefán Árni - 3 réttir
Halldór Jón Sigurðsson - 3 réttir
Tryggvi Guðmundsson - 2 réttir
Sóli Hólm - 2 réttir
Hörður Björgvin Magnússon - 1 réttur
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner