Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
   fös 26. október 2018 12:42
Elvar Geir Magnússon
Ægir Jarl: Handviss um að ég muni skora meira núna
Ægir mættur í KR-búninginn.
Ægir mættur í KR-búninginn.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
„Mér líður virkilega vel í þessari treyju og er ánægður með að hafa valið þetta lið," segir Ægir Jarl Jónasson sem kominn er í KR frá Fjölni.

Fleiri félög höfðu áhuga á þessum tvítuga leikmanni en hann valdi að fara í Vesturbæinn.

„Þetta voru allt spennandi kostir og ég ber mikla virðingu fyrir þessum liðum. En ég taldi best fyrir mig að koma í KR á þessum tímapunkti."

„Ég þakka Fjölni fyrir allt. Það var leiðinlegt að fara frá þeim en ég þakka þeim fyrir allt og óska þeim góðs gengis í Inkasso-deildinni. Ég taldi samt best fyrir mig að fara aftur í Pepsi-deildina."

Af hverju féll Fjölnir í sumar?

„Það er stóra spurningin. Það var fullt af litlum atriðum sem voru ekki að ganga. Það er erfitt að velja eitthvað eitt. Margt klikkaði og við spiluðum ekki nægilega vel."

Ægir hefur fengið einhverja gagnrýni fyrir að skora ekki nægilega mikið.

„Ég er handviss um að ég muni skora meira núna. Rúnar hugsar mig framarlega á völlinn og KR er með fullt af góðum leikmönnum. Þetta er lið sem kemur boltanum mikið fyrir. Það heillaði mig við KR að ég vil spila framar frekar en á miðjunni," segir Ægir.

Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner