Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
   fös 26. október 2018 12:42
Elvar Geir Magnússon
Ægir Jarl: Handviss um að ég muni skora meira núna
Ægir mættur í KR-búninginn.
Ægir mættur í KR-búninginn.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
„Mér líður virkilega vel í þessari treyju og er ánægður með að hafa valið þetta lið," segir Ægir Jarl Jónasson sem kominn er í KR frá Fjölni.

Fleiri félög höfðu áhuga á þessum tvítuga leikmanni en hann valdi að fara í Vesturbæinn.

„Þetta voru allt spennandi kostir og ég ber mikla virðingu fyrir þessum liðum. En ég taldi best fyrir mig að koma í KR á þessum tímapunkti."

„Ég þakka Fjölni fyrir allt. Það var leiðinlegt að fara frá þeim en ég þakka þeim fyrir allt og óska þeim góðs gengis í Inkasso-deildinni. Ég taldi samt best fyrir mig að fara aftur í Pepsi-deildina."

Af hverju féll Fjölnir í sumar?

„Það er stóra spurningin. Það var fullt af litlum atriðum sem voru ekki að ganga. Það er erfitt að velja eitthvað eitt. Margt klikkaði og við spiluðum ekki nægilega vel."

Ægir hefur fengið einhverja gagnrýni fyrir að skora ekki nægilega mikið.

„Ég er handviss um að ég muni skora meira núna. Rúnar hugsar mig framarlega á völlinn og KR er með fullt af góðum leikmönnum. Þetta er lið sem kemur boltanum mikið fyrir. Það heillaði mig við KR að ég vil spila framar frekar en á miðjunni," segir Ægir.

Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner