„Mér líður virkilega vel í þessari treyju og er ánægður með að hafa valið þetta lið," segir Ægir Jarl Jónasson sem kominn er í KR frá Fjölni.
Fleiri félög höfðu áhuga á þessum tvítuga leikmanni en hann valdi að fara í Vesturbæinn.
Fleiri félög höfðu áhuga á þessum tvítuga leikmanni en hann valdi að fara í Vesturbæinn.
„Þetta voru allt spennandi kostir og ég ber mikla virðingu fyrir þessum liðum. En ég taldi best fyrir mig að koma í KR á þessum tímapunkti."
„Ég þakka Fjölni fyrir allt. Það var leiðinlegt að fara frá þeim en ég þakka þeim fyrir allt og óska þeim góðs gengis í Inkasso-deildinni. Ég taldi samt best fyrir mig að fara aftur í Pepsi-deildina."
Af hverju féll Fjölnir í sumar?
„Það er stóra spurningin. Það var fullt af litlum atriðum sem voru ekki að ganga. Það er erfitt að velja eitthvað eitt. Margt klikkaði og við spiluðum ekki nægilega vel."
Ægir hefur fengið einhverja gagnrýni fyrir að skora ekki nægilega mikið.
„Ég er handviss um að ég muni skora meira núna. Rúnar hugsar mig framarlega á völlinn og KR er með fullt af góðum leikmönnum. Þetta er lið sem kemur boltanum mikið fyrir. Það heillaði mig við KR að ég vil spila framar frekar en á miðjunni," segir Ægir.
Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir