Hollenski framherjinn Rick Ten Voorde er genginn í raðir Þórs á Akureyri á láni frá Víkingum í Reykjavík.
Fótbolti.net sagði frá því fyrr í dag að Ten Voorde, eða Rikki T eins og hann er stundum kallaður, væri á leið í Þorpið.
Ten Voorde, sem er 28 ára, kom fyrst hingað til lands í janúar á síðasta ári. Hann skoraði þá fimm mörk í 20 leikjum í deild og bikar.
Í sumar hefur hann verið í minna hlutverki fyrir Víkinga og hefur hann ekkert komið við sögu hjá liðinu í tæpan mánuð.
Rick hefur meðal annars leikið í efstu deild í Hollandi, enn fremur á hann að baki leiki fyrir yngri landslið Hollands. Áður en hann gekk til liðs við Víking lék Rick með Hapoel Ramat Gan í Ísrael.
Þór er í þriðja sæti Inkasso-deildarinnar og stefnir á það að komast upp í Pepsi Max-deildina.
Athugasemdir