Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   sun 16. febrúar 2020 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gummi Júl: Geðveikt að ná 28 mínútum
Gummi á hliðarlínunni síðasta sumar.
Gummi á hliðarlínunni síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Leikið í Inkasso-deildinni 2018.
Leikið í Inkasso-deildinni 2018.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er bara æðisleg, ég er búinn að bíða eftir þessu frá því ég sleit í nóvember 2018. Ég er búinn að fara í gegnum allt ferlið. Geðveikt að ná 28 mínútum í dag," sagði Guðmundur Þór Júlíusson, leikmaður HK, eftir leik gegn Grindavík í Lengjubikarnum í gær.

Gummi lék í gær sinn fyrsta leik frá því hann sleit krossband í nóvember 2018.

„Ég spila svo hálfleik í næsta leik og við vinnum okkur svo áfram í kjölfarið."

Viðtalið í heild sinni má sjá og heyra í spilaranum efst í fréttinni.

Hvernig var fyrir Gumma að fylgjast með af hliðarlínunni þennan tíma sem hann var frá? „Þetta var mjög lærdómsríkt og maður lærir á bæði andlegu og líkamlegu hliðina hjá manni sjálfum. Ég tel mig koma til baka sterkari en ég hef verið áður."

Það eru um fjórtan og hálfur mánuður frá því Gummi sleit. Er þetta eðlilegur tími í endurhæfingu eða kom eitthvað bakslag? „Það kom ekkert bakslag hjá mér. Óli sjúkraþjálfarinn minn hefur hugsað um mig og hefur haldið mér til baka. Ég hef horft á að spila þennan leik í svona þrjá mánuði."

„Ég hefði getað verið byrjaður að spila í janúar en ég vildi vera 110 þegar ég byrjaði. Ég er núna búinn að æfa í um tvo mánuði á fullu og gott að vera búinn að stimpla sig inn á völlinn aftur."


Gummi var að lokum spurður út í hvað HK gæti gert úr síðustu þremur leikjum riðilsins en liðið er með núll stig eftir fyrstu tvo leikina.

„Við getum núna unnið með að fá hugarfar sigurvegara með því að vinna einhverja leiki. Við viljum koma á blússandi siglingu inn í tímabiið. Það skiptir miklu máli að leggja allt sem við höfum í þessa leiki," sagði Gummi Júl að lokum.

Sjá einnig:
Gummi Júl spilaði ekkert í sumar en byrjar næsta tímabil í banni
Athugasemdir
banner