Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   mið 26. mars 2008 06:00
Magnús Már Einarsson
Platini veitir David Healy verðlaun í kvöld
Healy í baráttu við Kristján Örn Sigurðsson.
Healy í baráttu við Kristján Örn Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
Michel Platini, forseti UEFA, mun verðlauna David Healy framherja Norður-Íra fyrir vináttuleik liðsins gegn Georgíu í kvöld.

Healy setti met með því að skora þrettán mörk í undankeppni EM en hann skoraði meðal annars eitt mark gegn Íslendingum á Laugardalsvelli.

Fyrra metið átti Davor Suker en hann skoraði á sínum tíma tólf mörk fyrir Króata í undankeppni EM 1996.

,,Þrettán mörk hjá honum er nýtt met sem verðskuldar athygli. Ég er viss um að það á eftir að standa í þónokkurn tíma," sagði Platini en hann telur að það verði erfitt að bæta metið hjá Healy í framtíðinni.

,,Það er ástæðan fyrir því að ég mun láta hann fá sérstök verðlaun til að fagna frábæru afreki hans.""
Athugasemdir
banner
banner
banner