Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 01. janúar 2023 16:41
Brynjar Ingi Erluson
Vörn Tottenham lekur inn mörkum - Lent undir í tíu leikjum í röð
Mynd: EPA
Varnarleikur Tottenham Hotspur hefur ekki verið upp á marga fiska í byrjun leiktíðar og var 2-0 tapið gegn Aston Villa enn eitt dæmið um það.

Tottenham tapaði fimmta leik sínum í deildinni á tímabilinu og er í 5. sæti deildarinnar með 30 stig.

Liðið lenti undir í byrjun síðari hálfleiks eftir mistök frá Hugo Lloris, en hann hefur gert fjölmörg mistök til þessa.

Alls hefur vörn Tottenham gert fimm mistök á tímabilinu sem hafa leitt til þess að andstæðingurinn komi boltanum í netið. Lloris á þrjú af þessum fimm.

Þetta var tíundi leikurinn í röð sem liðið lendir undir og er enn meira áhyggjuefni að þetta var sjöundi leikurinn í röð þar sem það fær á sig tvö mörk eða meira. Það er í fyrsta sinn sem það gerist síðan 1988.

Sóknarleikur liðsins hefur oft á tíðum bjargað, sem dæmi á móti Leeds og Bournemouth, en sóknarleikurinn í dag var slakur, sem og varnarleikurinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner