Aké hafnar West Ham - Johnson að skrifa undir hjá Palace - Úrvalsdeildarfélög vilja Nwaneri - Man Utd skoðar Mateta - Vuskovic vekur áhuga
   fim 01. janúar 2026 20:32
Ívan Guðjón Baldursson
Castellanos til West Ham: „Here we go!"
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Fallbaráttulið West Ham er að sækja í sig veðrið á leikmannamarkaðinum á upphafsdögum nýs árs.

Hamrarnir eru að ganga frá nokkrum félagaskiptum á næstu dögum þar sem brasilíski framherjinn Pablo er á leið til félagsins úr röðum Gil Vicente í Portúgal á meðan stjórnendur eru í viðræðum við Fulham um kaup á kantmanninum knáa Adama Traoré.

   01.01.2026 19:25
West Ham selur Guilherme til að kaupa Traoré


Núna hefur Taty Castellanos bæst við en hann er argentínskur framherji sem leikur fyrir Lazio á Ítalíu.

Ítalskir fjölmiðlar greindu frá þessu í dag og tekur Fabrizio Romano undir fregnirnar.

Castellanos er 27 ára gamall og hefur komið að 5 mörkum í 10 deildarleikjum með Lazio á fyrri hluta tímabils þrátt fyrir meiðslavandræði. Hann kom að 22 mörkum í 40 leikjum á síðustu leiktíð.

West Ham greiðir um 25 milljónir punda, eða 29 milljónir evra, fyrir sóknarmanninn sem á tvo A-landsleiki að baki fyrir heimsmeistarana.

   31.12.2025 20:30
West Ham að kaupa framherja úr portúgölsku deildinni

Athugasemdir
banner
banner
banner