Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 01. febrúar 2020 15:09
Ívan Guðjón Baldursson
Anton Logi lánaður til SPAL (Staðfest)
Mynd: Hulda Margrét
Miðjumaðurinn efnilegi Anton Logi Lúðvíksson hefur verið sendur til Ítalíu þar sem hann mun leika með akademíuliði SPAL.

SPAL fær Anton Loga að láni frá Breiðabliki út tímabilið og fylgir forkaupsréttur með lánssamningnum.

Anton Logi er 16 ára gamall, fæddur í mars 2003, og hefur verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands.

Anton var kallaður inn í meistaraflokkshóp Breiðabliks á seinni hluta síðustu leiktíðar og hefur síðan þá verið í æfingahópi meistaraflokks. Hann hefur komið við sögu með Blikum á undirbúningstímabilinu og lagði meðal annars upp tvö mörk í stórsigri gegn HK í Fótbolta.net mótinu.

Fyrir áramót var Anton Logi á reynslu hjá OB í Danmörku og verður áhugavert að sjá hvernig honum gengur á Ítalíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner