Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mið 01. febrúar 2023 09:39
Elvar Geir Magnússon
Jorginho: Arteta stór þáttur í að ég vildi koma
Meðal stærstu frétta Gluggadagsins voru 12 milljón punda kaup Arsenal á ítalska miðjumanninum Jorginho frá Chelsea.

Jorginho skrifaði undir átján mánaða samning á Emirates en hann var varakostur Arsenal eftir að félagið áttaði sig á að ómögulegt væri að fá Brighton til að selja Moises Caicedo í þessum glugga.

Jorginho, sem er 31 árs, segir að Mikel Arteta, stjóri Arsenal, sé stór ástæða fyrir því að hann vildi fara í rauðu treyjuna.

„Arteta hafði mikil áhrif, ég vissi að hann hefur nokkrum sinnum áður reynt að fá mig. Það varð ekkert af því af öðrum orsökum. Arteta hafði stór áhrif á ákvörðun mína," segir Jorginho.

„Ég er gríðarlega spenntur fyrir þessari nýju áskorun og í hreinskilni get ég ekki beðið eftir að fara út á völlinn. Allt gerðist svo hratt. Þetta kom óvænt upp en ég greip tækifærið og þetta er mögnuð áskorun."

Á tíma sínum hjá Chelsa vann hann Meistaradeildina, Evrópudeildina, Ofurbikarinn og HM félagsliða. Þá varð hann Evrópumeistari með ítalska landsliðinu á EM alls staðar.

Arsenal trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en hér má sjá stöðuna:
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner