Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 01. apríl 2020 17:00
Magnús Már Einarsson
Jóhann Ingi velur draumalið Leeds
Billy Bremner er í liðinu.
Billy Bremner er í liðinu.
Mynd: Getty Images
Jóhann Ingi Hafþórsson og  Danny Mills fyrrum leikmaður Leeds.  Mills kemst ekki í draumalið Jóa.
Jóhann Ingi Hafþórsson og Danny Mills fyrrum leikmaður Leeds. Mills kemst ekki í draumalið Jóa.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Lucas Radebe.
Lucas Radebe.
Mynd: Getty Images
Gordon Strachan fagnar marki með Leeds.
Gordon Strachan fagnar marki með Leeds.
Mynd: Getty Images
Mark Viduka í leik með Leeds.
Mark Viduka í leik með Leeds.
Mynd: Getty Images
Ian Harte fagnar einu af aukaspyrnumörkum sínum með Leeds.
Ian Harte fagnar einu af aukaspyrnumörkum sínum með Leeds.
Mynd: Getty Images
Þar sem enginn fótbolti er í gangi á Englandi þessa dagana þá er tilvalið að líta aðeins um öxl. Fótbolti.net fékk Jóhann Inga Hafþórsson, stuðningsmann Leeds og íþróttafréttamann á Morgunblaðinu, til að velja úrvalslið leikmanna sem hafa spilað með liðinu í gegnum tíðina.

Sjá einnig:
Kristján Atli velur draumalið Liverpool
Kristján Óli velur draumalið Man Utd
Siggi Helga velur draumalið Manchester City
Jóhann Már velur draumalið Chelsea
Hjálmar Örn velur draumalið Tottenham
Tommi Steindórs velur draumalið West Ham
Maggi Bö velur draumalið Crystal Palace
Leifur Garðars velur draumalið Everton
Jón Kaldal velur draumalið Arsenal


Markvörður: Nigel Martin
Martin stóð í markinu þegar ég byrjaði að fylgjast með. Hann var gríðarlega sterkur á milli stanganna þegar Leeds komst langt í Evrópukeppnum um aldamótin.

Hægri bak: Gary Kelly
Kelly er fæddur á Írlandi en hann er gríðarlega mikill Leedsari. Kom til félagsins 92 og var hjá því allt þar til hann lagði skóna á hilluna 2007. Ekki besti knattspyrnumaður sögunnar og eflaust til betri hægri bakverðir hjá Leeds. Kelly var hins vegar alltaf trúr félaginu og fór með því niður um deild árið 2004 á meðan svo gott sem allir liðsfélagar hans leituðu annað.

Vinstri bak: Ian Harte
Sá til þess að David Beckham væri næstbesti aukaspyrnumaður ensku deildarinnar á sínum tíma. Ekki mikið hraðari en skjaldbaka en mikið ótrúlega voru aukaspyrnurnar hans fallegar.

Miðvörður: Lucas Radebe
Höfðinginn sjálfur. Hann ber fyrirliðabandið í þessu liði. Skemmtilegur karakter og fór í markið þegar þess þurfti. Algjör leiðtogi og mikill liðsmaður. Hafnaði Manchester United og fær fullt af kúlstigum fyrir það líka.

Miðvörður: Norman Hunter
Töluvert fyrir minn tíma en Norman ‘Bites Yer Legs’ Hunter á skilið sæti í þessu liði. Algjör tuddi og ófeiminn við að láta finna fyrir sér, en á sama tíma hæfileikaríkur varnarmaður og góður leikmaður. Var algjör hetja í Leeds-liðinu sem var í fremstu röð í Evrópu á sjöunda og áttunda áratugnum.

Hægri kantur: Gordon Strachan
Kom til Leeds frá Manchester United þegar hann var 33 ára árið 1989. Stuttu seinna var hann búinn að eiga stóran þátt í að Leeds komst upp í efstu deild 1990 og varð meistari tveimur árum síðar.

Vinstri kantur: Eddie Gray
Gary Kelly er mikill Leedsari en Eddie Gray er sá mesti. Kom í gegnum unglingastarfið hjá félaginu og lék með því alla sína ævi. Hann hefur tvisvar verið knattspyrnustjóri liðsins og undanfarin ár lýst leikjum á sjónvarpsstöð félagsins. Hefur meira og minna verið viðloðandi félagið alla ævi. Þá var hann leikmaður þess þegar félaginu gekk hve best.

Miðja: Billy Bremner
Var aðalmaðurinn hjá Leeds á sjötta og sjöunda áratugnum og er af mörgum talinn besti leikmaðurinn í sögu félagsins. Bremner er með styttu af sér fyrir utan völlinn og er dáður og dýrkaður af stuðningsmönnum, einnig þeim sem eru of ungir til að hafa séð hann spila. Var fyrirliði þegar liðið var að vinna titla.

Miðja: Johnny Giles
Annar maður sem var í gullaldarliði félagsins á sjötta og sjöunda áratugnum. Kom til Leeds frá United árið 1963 og var stórkostlegur á miðjunni með Bremner. Án efa langbesta miðjupar í sögu félagsins.

Sóknarmaður: Allan Clarke
Skoraði eitt mikilvægasta markið í sögu félagsins þegar hann skoraði sigurmarkið í bikarúrslitum gegn Arsenal 1972. Er það í eina skiptið sem Leeds vann keppnina.

Sóknarmaður: Mark Viduka
Fæddur markaskorari. Minnir smá á Berbatov. Var ekkert að sparka of fast, en vissi nákvæmlega hvar hann átti að staðsetja sig og kláraði eins og þvílíkur fagmaður. Skoraði fernu í 4:3-sigri á Liverpool einu sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner