Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 01. apríl 2020 11:52
Magnús Már Einarsson
Landsleikurinn við Rúmena í haust? - Meistaradeildinni frestað
Ísland gæti mætt Rúmeníu í haust.
Ísland gæti mætt Rúmeníu í haust.
Mynd: Eyþór Árnason
UEFA mun í dag funda með aðildarsamböndum sínum þar sem staðan í fótboltaheiminum verður rædd. Allar deildir í Evrópu eru í pásu í augnablikinu vegna kórónuveirunnar nema deildin í Hvíta-Rússlandi.

Þýski fjölmiðillinn ZDF greinir frá því í dag að tilkynnt verði á fundinum í dag að útsláttarkeppnin í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni verði frestað þar til í júlí og ágúst. Komið er fram í 16-liða úrslit í báðum keppnum og því margir leikir ennþá eftir.

Þá er sagt að landsleikir sem eru fyrirhugaðir í júní verði frestað þar til í haust til að gefa deildunum í Evrópu tíma til að klára leiki sína.

Ísland og Rúmenía eiga að mætast í umspili um sæti á EM á Laugardalsvelli þann 4. júní samkvæmt dagskránni í dag. Sigurvegarinn þar á að mæta Ungverjalandi eða Búlgaríu í úrslitaleik 9. júní.

Í haust á síðan Þjóðadeildin að byrja en óvíst er hvað verður um hana ef umspilið færist þangað til í haust. Ísland er með Englandi, Danmörku og Belgíu í riðli í A-deild Þjóðadeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner