Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   fim 01. apríl 2021 17:00
Ívan Guðjón Baldursson
Daley Blind missir af EM á heimavelli
Daley Blind meiddist illa í stórsigri Hollands á gervigrasinu í Gíbraltar í undankeppni fyrir HM 2022 í Katar.

Hinn 31 árs gamli Blind meiddist illa á ökkla sem er mikill léttir fyrir marga stuðningsmenn Ajax og hollenska landsliðsins, þeir óttuðust að um væri að ræða liðband á hné.

Blind verður því frá í um þrjá mánuði og mun missa af EM í sumar, en Hollendingar spila riðlakeppnina á heimavelli.

Blind á 76 landsleiki að baki fyrir Holland og er lykilmaður í liði Ajax.

Blind ólst upp hjá Ajax en lék fyrir Manchester United í fjögur ár. Hann spilaði 141 leik fyrir Rauðu djöflana áður en hann sneri aftur til Amsterdam.
Athugasemdir
banner