Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 01. apríl 2021 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ég er ótrúlega heppin að hafa hana sem þjálfara"
Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad í Svíþjóð.
Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad í Svíþjóð.
Mynd: Fotball Gala
Sveindís er mjög svo efnilegur sóknarmaður.
Sveindís er mjög svo efnilegur sóknarmaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveindís Jane Jónsdóttir, ein efnilegasta fótboltakona Íslands, er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku.

Hún gekk í raðir Wolfsburg í Þýskalandi en er fyrst á láni hjá Kristianstad í Svíþjóð þar sem hún mun leika á komandi tímabili.

Kristianstad er mikið Íslendingafélag. Sif Atladóttir er í leikmannahópnum og þjálfarar liðsins eru þau Elísabet Gunnarsdóttir og Björn Sigurbjörnsson. Þá er Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir að þjálfa unglingalið félagsins.

Elísabet þykir einn færasti þjálfari Íslands en hún hefur þjálfað Kristianstad frá 2009. Elísabet hefur gert virkilega flotta hluti í að festa Kristianstad í sessi í efstu deild í Svíþjóð en á síðasta tímabili náði liðið sínum besta árangri og verður það í Meistaradeildinni í fyrsta sinn í haust.

„Beta er frábær þjálfari og ég er ótrúlega heppin að hafa hana sem þjálfara," segir Sveindís um Elísabetu.

„Hún hefur nú þegar kennt mér margt og það er svo margt annað sem hún á eftir að kenna mér. Ég vissi hvernig karakter hún er og hvað hana langar til að ná með þessu liði þannig ég get alveg sagt að hún hafi átt stóran þátt í að ég valdi Kristianstad. Ég vissi að hún gæti kennt mér svo margt sem myndi gera mig að enn betri leikmanni," segir Sveindís við Fótbolta.net.

Hægt er að lesa viðtal við Sveindísi með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner