Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   fim 01. apríl 2021 22:20
Victor Pálsson
Schweinsteiger hrósar Norður-Makedóníu - Voru tvisvar óheppnir
Bastian Schweinsteiger, goðsögn Þýskalands, hefur hrósað landsliði Norður-Makedóníu eftir ótrúlegan sigur liðsins í gær.

Norður-Makedónía kom öllum á óvart og vann Þýskaland á útivelli með tveimur mörkum gegn einu.

Eina markið sem Þýskaland skoraði kom af vítapunktinum en Ilkay Gundogan sá um að koma knettinum í netið.

„Full virðing til Norður-Makedóníu. Þeir voru óheppnir að fá víti á sig og óheppnir að fá sjálfir ekki víti," sagði Shcweinsteiger.

„Þessir strákar unnu á útivelli gegn fjórföldum heimsmeisturum."

Þessi lið leika með Íslandi í riðli í undankeppni EM og er Norður-Makedónía í öðru sæti riðilsins eftir sigurinn.
Athugasemdir