Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 01. apríl 2023 18:18
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikar kvenna: Stjarnan meistari eftir vítakeppni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 2 - 2 Þór/KA (5-4 eftir vítakeppni)
0-1 Sandra María Jessen ('14 )
1-1 Snædís María Jörundsdóttir ('34 )
1-2 Hulda Ósk Jónsdóttir ('62 )
2-2 Ólína Ágústa Valdimarsdóttir ('76 )
2-3 Jakobína Hjörvarsdóttir ('93 , víti)
3-3 Jasmín Erla Ingadóttir ('93 , víti)
3-4 Sandra María Jessen ('93 , víti)
4-4 Heiða Ragney Viðarsdóttir ('93 , víti)
4-4 Hulda Ósk Jónsdóttir ('93 , misnotað víti)
5-4 Andrea Mist Pálsdóttir ('93 , víti)
5-5 Tahnai Lauren Annis ('93 , víti)
6-5 Alma Mathiesen ('93 , víti)
6-6 Hulda Björg Hannesdóttir ('93 , víti)
7-6 Sædís Rún Heiðarsdóttir ('93 , víti)
Lestu um leikinn

Stjarnan er Lengjubikarsmeistari í A-deild eftir að hafa unnið Þór/KA eftir vítakeppni á Samsung-vellinum í Garðabæ í dag.

Sandra María Jessen, sem hefur átt gott undirbúningstímabil með Þór/KA, hélt áfram góðu gengi sínu og kom liðinu yfir á 14. mínútu eftir sendingu frá Tahnai Lauren Annis.

Sandra hitti boltann ekki vel en samt náði hann að rúlla í netið og staðan 0-1.

Stjörnukonur jöfnuðu á 34. mínútu er Snædís Mara Jörundsdóttir vann boltann af Jakobínu Hjörvarsdóttur áður en hún kom boltanum í netið.

Stjarnan fékk ágætis færi til að taka forystuna fyrir hálfleik en markið kom ekki og staðan 1-1 þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Heimakonur voru með öll tök á leiknum í byrjun síðari en Þór/KA tókst að komast aftur yfir gegn gangi leiksins. Hulda Ósk Jónsdóttir skoraði með skoti fyrir utan teig en aðeins fjórtán mínútum síðar jafnaði Ólína Ágústa Valdimarsdóttir eftir sendingu frá Ölmu Mathiesen.

Mörkin urðu ekki fleiri og þurfti því að útkljá málin með vítaspyrnukeppni. Þar hafði Stjarnan betur, 5-4, en Hulda Ósk var sú eina sem klikkaði á víti hjá Þór/KA. Skot hennar fór yfir markið og Stjarnan því Lengjubikarsmeistari árið 2023!
Athugasemdir
banner
banner
banner