Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 01. maí 2021 11:20
Aksentije Milisic
Bruce segir að Saint-Maximin sé ekki til sölu
Mynd: EPA
Steve Bruce, stjóri Newcastle United, vill ólmur halda Allan Saint-Maximin hjá félaginu.

Saint-Maximin hefur verið að spila mjög vel að undanförnu eftir að hann sneri til baka úr meiðslum. Í kjölfarið náði Newcastle svo gott sem að bjarga sér frá falli þar sem frakkinn spilaði stóra rullu.

Saint-Maximin skrifaði undir samning við Newcastle í október síðastliðnum og er sá samningur til sex ára. Bruce hefur sagt að hans stjörnuleikmaður sé alls ekki til sölu.

„Síðasta sem við viljum gera er að selja okkar bestu leikmenn. Allan þarf að sýna stöðugleika og hann þarf að haldast heill," sagði Bruce.

„Hann lenti illa í Covid. Þegar hann spilar sársaukalaust þá sérðu hvaða hæfileika þessi leikmaður hefur. Auðvitað munu lið hafa áhuga á að kaupa hann. Við ætlum ekki að selja okkar bestu leikmenn."

Steve Bruce og lærisveinar hans mæta Arsenal á morgun á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner