Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   sun 01. maí 2022 22:40
Stefán Marteinn Ólafsson
Ísak Snær: Það er geggjað að vera hérna
Ísak Snær Þorvaldsson  í leiknum í kvöld.
Ísak Snær Þorvaldsson í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Breiðablik tók á móti Hafnfirðingunum í FH þegar þriðja umferð Bestu deildar karla hélt áfram göngu sinni.

Blikar höfðu fyrir þennan leik fullt hús stiga á toppi deildarinnar og á því varð engin breyting í kvöld þökk sé afmælisbarni dagsins, Ísaki Snæ Þorvaldssyni.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 FH

„Hún er bara geggjuð. Þrjú stig og tvö mörk eru bara bónus og að eiga afmæli er nátturlega bara geggjað og að skora og taka þrjú." sagði afmælisbarnið aðspurt um tilfinninguna eftir leik.

„Bara spila okkar bolta og taka þrjú stig. Við getum spilað langt og við getum spilað stutt og það bara fer eftir því hvernig leikurinn er og við förum bara eftir því." 

Ísak Snær er með fjögur mörk í fyrstu þremur leikjum mótsins og hafa þau öll komið á Kópavogsvelli.                                                                              
„Það er geggjað að vera hérna og sérstaklega með aðdáendur hérna sem öskra í bakið á mér alla leikina og það þarf að vera oftar svona og þá munum við gefa þeim sigrana sem við sækjumst eftir."

Breiðablik heimsækir Skagamenn í næstu umferð og býst Ísak við að fá aðeins að heyra það frá þeim þar sem hann spilaði með þeim í fyrra.                       

„Það verður eitthvað, ég býst við að ég muni fá eitthvað í bakið frá Skaganum og fái að heyra það en ég mun alltaf styðja Skagann í öllum öðrum leikjum nema þegar við erum að spila á móti þeim. Við munum gefa allt í að taka þrjú stig þaðan."

Nánar er rætt við Ísak Snæ í spilaranum hér fyrir ofan.

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner