Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   sun 01. maí 2022 22:40
Stefán Marteinn Ólafsson
Ísak Snær: Það er geggjað að vera hérna
Ísak Snær Þorvaldsson  í leiknum í kvöld.
Ísak Snær Þorvaldsson í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Breiðablik tók á móti Hafnfirðingunum í FH þegar þriðja umferð Bestu deildar karla hélt áfram göngu sinni.

Blikar höfðu fyrir þennan leik fullt hús stiga á toppi deildarinnar og á því varð engin breyting í kvöld þökk sé afmælisbarni dagsins, Ísaki Snæ Þorvaldssyni.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 FH

„Hún er bara geggjuð. Þrjú stig og tvö mörk eru bara bónus og að eiga afmæli er nátturlega bara geggjað og að skora og taka þrjú." sagði afmælisbarnið aðspurt um tilfinninguna eftir leik.

„Bara spila okkar bolta og taka þrjú stig. Við getum spilað langt og við getum spilað stutt og það bara fer eftir því hvernig leikurinn er og við förum bara eftir því." 

Ísak Snær er með fjögur mörk í fyrstu þremur leikjum mótsins og hafa þau öll komið á Kópavogsvelli.                                                                              
„Það er geggjað að vera hérna og sérstaklega með aðdáendur hérna sem öskra í bakið á mér alla leikina og það þarf að vera oftar svona og þá munum við gefa þeim sigrana sem við sækjumst eftir."

Breiðablik heimsækir Skagamenn í næstu umferð og býst Ísak við að fá aðeins að heyra það frá þeim þar sem hann spilaði með þeim í fyrra.                       

„Það verður eitthvað, ég býst við að ég muni fá eitthvað í bakið frá Skaganum og fái að heyra það en ég mun alltaf styðja Skagann í öllum öðrum leikjum nema þegar við erum að spila á móti þeim. Við munum gefa allt í að taka þrjú stig þaðan."

Nánar er rætt við Ísak Snæ í spilaranum hér fyrir ofan.

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner