Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   sun 01. maí 2022 22:40
Stefán Marteinn Ólafsson
Ísak Snær: Það er geggjað að vera hérna
Ísak Snær Þorvaldsson  í leiknum í kvöld.
Ísak Snær Þorvaldsson í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Breiðablik tók á móti Hafnfirðingunum í FH þegar þriðja umferð Bestu deildar karla hélt áfram göngu sinni.

Blikar höfðu fyrir þennan leik fullt hús stiga á toppi deildarinnar og á því varð engin breyting í kvöld þökk sé afmælisbarni dagsins, Ísaki Snæ Þorvaldssyni.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 FH

„Hún er bara geggjuð. Þrjú stig og tvö mörk eru bara bónus og að eiga afmæli er nátturlega bara geggjað og að skora og taka þrjú." sagði afmælisbarnið aðspurt um tilfinninguna eftir leik.

„Bara spila okkar bolta og taka þrjú stig. Við getum spilað langt og við getum spilað stutt og það bara fer eftir því hvernig leikurinn er og við förum bara eftir því." 

Ísak Snær er með fjögur mörk í fyrstu þremur leikjum mótsins og hafa þau öll komið á Kópavogsvelli.                                                                              
„Það er geggjað að vera hérna og sérstaklega með aðdáendur hérna sem öskra í bakið á mér alla leikina og það þarf að vera oftar svona og þá munum við gefa þeim sigrana sem við sækjumst eftir."

Breiðablik heimsækir Skagamenn í næstu umferð og býst Ísak við að fá aðeins að heyra það frá þeim þar sem hann spilaði með þeim í fyrra.                       

„Það verður eitthvað, ég býst við að ég muni fá eitthvað í bakið frá Skaganum og fái að heyra það en ég mun alltaf styðja Skagann í öllum öðrum leikjum nema þegar við erum að spila á móti þeim. Við munum gefa allt í að taka þrjú stig þaðan."

Nánar er rætt við Ísak Snæ í spilaranum hér fyrir ofan.

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner