Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   mán 01. júní 2020 20:25
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Leipzig skoraði fjögur í Köln
Köln 2 - 4 Leipzig
1-0 Jhon Cordoba ('7)
1-1 Patrick Schick ('20)
1-2 Christopher Nkunku ('38)
1-3 Timo Werner ('50)
2-3 Anthony Modeste ('55)
2-4 Dani Olmo ('57)

Köln og RB Leipzig mættust í síðasta leik 29. umferðar þýska deildartímabilsins í kvöld.

Heimamenn komust yfir snemma leiks með tólfta marki Jhon Cordoba á leiktíðinni en Patrick Schick jafnaði með laglegum skalla þrettán mínútum síðar.

Christopher Nkunku kom Leipzig yfir fyrir leikhlé og bætti Timo Werner þriðja markinu við í upphafi síðari hálfleiks. Þetta var mark númer 25 hjá Werner í deildinni.

Anthony Modeste minnkaði muninn aftur í eitt mark fimm mínútum síðar þegar hann skoraði með glæsilegu skoti utan teigs. Markaregnið hélt áfram því aðeins liðu tvær mínútur þar til Dani Olmo innsiglaði sigur Leipzig með síðasta marki leiksins.

Leipzig er í þriðja sæti deildarinnar, níu stigum eftir toppliði Bayern. Köln er um miðja deild, sjö stigum frá fallsvæðinu.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 34 25 7 2 99 32 +67 82
2 Leverkusen 34 19 12 3 72 43 +29 69
3 Eintracht Frankfurt 34 17 9 8 68 46 +22 60
4 Dortmund 34 17 6 11 71 51 +20 57
5 Freiburg 34 16 7 11 49 53 -4 55
6 Mainz 34 14 10 10 55 43 +12 52
7 RB Leipzig 34 13 12 9 53 48 +5 51
8 Werder 34 14 9 11 54 57 -3 51
9 Stuttgart 34 14 8 12 64 53 +11 50
10 Gladbach 34 13 6 15 55 57 -2 45
11 Wolfsburg 34 11 10 13 56 54 +2 43
12 Augsburg 34 11 10 13 35 51 -16 43
13 Union Berlin 34 10 10 14 35 51 -16 40
14 St. Pauli 34 8 8 18 28 41 -13 32
15 Hoffenheim 34 7 11 16 46 68 -22 32
16 Heidenheim 34 8 5 21 37 64 -27 29
17 Holstein Kiel 34 6 7 21 49 80 -31 25
18 Bochum 34 6 7 21 33 67 -34 25
Athugasemdir
banner