ÍBV 3 - 0 HK
1-0 Sverrir Páll Hjaltested ('7 )
2-0 Eyþór Daði Kjartansson ('45 )
3-0 Felix Örn Friðriksson ('49 )
Lestu um leikinn
1-0 Sverrir Páll Hjaltested ('7 )
2-0 Eyþór Daði Kjartansson ('45 )
3-0 Felix Örn Friðriksson ('49 )
Lestu um leikinn
ÍBV vann 3-0 sigur á HK í 10. umferð Bestu deildar karla á Hásteinsvelli í dag.
Eyjamenn höfðu tapað fimm deildarleikjum í röð fram að þessum leik í dag og svöruðu þeir ágætlega fyrir sig.
Sverrir Páll Hjaltested skoraði á 7. mínútu leiksins. Alex Freyr Hilmarsson vann boltann, kom honum út á Oliver Heiðarsson sem fann síðan Sverri í teignum og skilaði hnan boltanum í netið.
Alex fór meiddur af velli tíu mínútum síðar en hann virtist togna aftan í læri og kom Eyþór Daði Kjartansson inn í hans stað. Sá var staðráðinn í að sanna sig og hvort hann gerði.
Undir lok fyrri hálfleiks fengu Eyjamenn aukaspyrnu á góðum stað og skoraði hann úr spyrnunni og tvöfaldaði forystu heimamanna.
Eyjamenn hömruðu járnið meðan það var heitt og gerði Felix Örn Friðriksson þriðja mark liðsins í upphafi síðari hálfleiks eftir undirbúning frá Arnari Breka Gunnarssyni.
ÍBV var líklegt til að bæta við fleiri mörkum í leiknum en sætta sig við 3-0 sigur í dag. Eyjamenn hoppa úr neðsta sætinu og upp í 9. sæti með 9 stig en HK er með 13 stig í 6. sæti.
Athugasemdir