Oblak orðaður við Man Utd - Ungur leikmaður Blackburn á blaði Everton og Man Utd - Liverpool hefur enn áhuga á Bruno
   fim 01. júní 2023 11:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Marciano byrjar alltaf en klárar aldrei - „Mikill vill meira"
watermark Hefur byrjað alla leiki HK í deildinni.
Hefur byrjað alla leiki HK í deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Sóknarsinnaður miðjumaður.
Sóknarsinnaður miðjumaður.
Mynd:
Marciano Aziz gekk í raðir HK frá belgíska félaginu KAS Eupen í vetur. Marciano vakti athygli hér á landi í fyrra þegar hann raðaðið inn mörkum með Aftureldingu þar sem hann lék á láni seinni hluta tímabilsins.

Marciano er Belgi sem hefur byrjað alla leikina hjá HK í Bestu deildinni, en það vekur athygli að hann hefur verið tekinn af velli í öllum leikjum liðsins.

Fótbolti.net ræddi við Ómar Inga Guðmundsson í gær og var þjálfari HK spurður út í Marciano. Hefur þetta með formið á honum að gera eða er önnur ástæða fyrir því að hann er tekinn af velli?

„Það hefur verið mismunandi eftir leikjum. Þegar við höfum verið yfir í leikjum þá höfum við sett Brynjar Snæ Pálsson inn á fyrir hann, Brynjar er meira varnarþenkjandi en Marciano. Við höfum líka tekið hann út af þegar við höfum breytt um leikkerfi."

„Í fyrstu leikjunum var það að einhverju leyti tengt leikforminu, en í síðustu leikjum hefur það verið áherslubreyting innan liðsins,"
sagði Ómar.

Marciano er 21 árs sóknarsinnaður miðjumaður sem skoraði tíu mörk í tíu leikjum með Aftureldingu í fyrra. Það voru miklar væntingar gerðar til hans eftir þessa öflugu frammistöðu í fyrra og litið á hann sem stóru kaupin hjá HK. Hvernig metur Ómar byrjunina hjá kappanum?

„Bara fína. Auðvitað voru miklar væntingar gerðar til hans, en við vitum að það er stökk á milli deildanna. Hann hefur að mestu leyti gert það sem við bjuggumst við af honum; kominn með tvö mörk í deildinni og er mikilvægur þátttakandi í okkar sóknarleik. Við erum ánægðir með hans framlag. Það er þannig að mikill vill meira en við erum ekki óánægðir með hans framlag til liðsins, það er alveg klárt mál," sagði Ómar.

Ofan á þessi tvö mörk hefur Marciano lagt upp eitt í deildinni. HK er nýliði í deildinni og hefur farið vel af stað í Bestu deildinni. Liðið er með þrettán stig í sjötta sæti eftir níu umferðir. Síðustu tveir deildarleikir hafa tapast og er tækifæri fyrir HK að enda taphrinuna í Vestmannaeyjum gegn ÍBV í dag.

Sjá einnig:
„Vonandi að tékkið á morgun gefi honum grænt ljós"
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 19 2 1 65 - 20 +45 59
2.    Valur 22 14 3 5 53 - 25 +28 45
3.    Breiðablik 22 11 5 6 44 - 36 +8 38
4.    Stjarnan 22 10 4 8 45 - 25 +20 34
5.    FH 22 10 4 8 41 - 44 -3 34
6.    KR 22 9 5 8 29 - 36 -7 32
7.    KA 22 8 5 9 31 - 39 -8 29
8.    HK 22 6 7 9 37 - 48 -11 25
9.    Fylkir 22 5 6 11 29 - 45 -16 21
10.    Fram 22 5 4 13 32 - 47 -15 19
11.    ÍBV 22 5 4 13 24 - 43 -19 19
12.    Keflavík 22 1 9 12 20 - 42 -22 12
Athugasemdir
banner
banner
banner