Villa horfir til Jackson - Chelsea leggur aukna áherslu á Garnacho - Tottenham vill leikmann Mónakó
Fyrsti bikarúrslitaleikur Hólmars á Íslandi - „Mikil eftirvænting“
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
   lau 01. júní 2024 19:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jón Þór: Vissum að við værum að koma í blóðugan bardaga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA var gríðarlega ánægður með sigur liðsins á KA á Akureyri í dag. Fótbolti.net ræddi við hann eftir leikinn.


Lestu um leikinn: KA 2 -  3 ÍA

„Við vissum að við værum að koma í blóðugan bardaga. KA menn væru búnir að nýta hverja mínútu síðan í síðasta leik. þar sem þeir fengu stóran skell, að járna sig upp í þennan leik. Við þurftum að mæta klárir í það. Þetta var ekki fallegasti fótboltaleikurinn sem hefur verið spilaður í sumar en baráttan var til staðar og úr var hörku leikur," sagði Jón Þór.

„Ég er gríðarlega ánægður að hafa náð að kreista fram þennan sigur. Það þurfti gríðarlega mikið til. Það þurfti hjá hverjum einum og einasta leikmanni í mínu liði að kreista fram allt sem þeir áttu til að ná þessum sigri. Við vissum að KA myndi leggja þennan leik upp eins og um líf og dauða væri að ræða."

Það voru miklar sviftingar í fyrri hálfleik.

„Leikurinn var mun opnari í fyrri hálfleik en ég kærði mig um. Mér fannst við gera geysilega vel að koma til baka í fyrri hálfleiknum, lentum undir snemma og sýndum frábær viðbrögð við því, öflugan og góðan karakter og allt sem þú biður um," sagði Jón Þór.


Athugasemdir
banner