Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   lau 01. júní 2024 19:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jón Þór: Vissum að við værum að koma í blóðugan bardaga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA var gríðarlega ánægður með sigur liðsins á KA á Akureyri í dag. Fótbolti.net ræddi við hann eftir leikinn.


Lestu um leikinn: KA 2 -  3 ÍA

„Við vissum að við værum að koma í blóðugan bardaga. KA menn væru búnir að nýta hverja mínútu síðan í síðasta leik. þar sem þeir fengu stóran skell, að járna sig upp í þennan leik. Við þurftum að mæta klárir í það. Þetta var ekki fallegasti fótboltaleikurinn sem hefur verið spilaður í sumar en baráttan var til staðar og úr var hörku leikur," sagði Jón Þór.

„Ég er gríðarlega ánægður að hafa náð að kreista fram þennan sigur. Það þurfti gríðarlega mikið til. Það þurfti hjá hverjum einum og einasta leikmanni í mínu liði að kreista fram allt sem þeir áttu til að ná þessum sigri. Við vissum að KA myndi leggja þennan leik upp eins og um líf og dauða væri að ræða."

Það voru miklar sviftingar í fyrri hálfleik.

„Leikurinn var mun opnari í fyrri hálfleik en ég kærði mig um. Mér fannst við gera geysilega vel að koma til baka í fyrri hálfleiknum, lentum undir snemma og sýndum frábær viðbrögð við því, öflugan og góðan karakter og allt sem þú biður um," sagði Jón Þór.


Athugasemdir
banner