West Ham blandar sér í baráttu um Soule - City hefur áhuga á Donnarumma - PSG vill leikmenn Man Utd
Bestur í Mjólkurbikarnum: Stefni á vallarmetið
Jón Þór: Enginn heimsendir að koma hingað og gera jafntefli
Heimir Guðjóns: Erum að reyna að breyta því að mönnum finnist skemmtilegt að koma á Kaplakrika
Hinrik Harðar: Ég held að pabbi hafi verið Skagamaður í þessum leik
Aron Bjarna: Vorum búnir að bíða í smá tíma eftir sigri í deildinni
Eyjólfur Héðins: Gott að spyrna sér aftur upp og ná góðum sigri
Rúnar Páll: Spyrjum að leikslokum hvernig þetta fer allt saman
Jökull: Skiptir ekki máli hvort við séum í Evrópukeppni eða deild - Viljum halda áfram að verða betri
Helgi Fróði: Hann er sá langbesti í deildinni
Pálmi Rafn: Þar liggur vandamálið okkar
Gunnar Magnús: Gleði að upplifa það loksins að vinna fótboltaleik
Donni um nýjan leikmann: Erum bara að bíða eftir leikheimild
Brynjar Kristmunds: Bað um smá ástríðu
Rikki G var í liðstjórn KFA - „Yrði fyrir neðan allar hellur“
Sveinn Margeir: Geggjað að enda á þessum nótum
Hallgrímur Jónasson: Erum á rosalega góðum stað
Arnar Gunnlaugs: Veldi geta dottið niður
Natasha: Valur var alltaf fyrsti kosturinn
Siggi Höskulds: Þróttur hefði átt að vinna þetta stærra
Glenn eftir grátlegt tap: Erfitt að kyngja þessu
   lau 01. júní 2024 19:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jón Þór: Vissum að við værum að koma í blóðugan bardaga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA var gríðarlega ánægður með sigur liðsins á KA á Akureyri í dag. Fótbolti.net ræddi við hann eftir leikinn.


Lestu um leikinn: KA 2 -  3 ÍA

„Við vissum að við værum að koma í blóðugan bardaga. KA menn væru búnir að nýta hverja mínútu síðan í síðasta leik. þar sem þeir fengu stóran skell, að járna sig upp í þennan leik. Við þurftum að mæta klárir í það. Þetta var ekki fallegasti fótboltaleikurinn sem hefur verið spilaður í sumar en baráttan var til staðar og úr var hörku leikur," sagði Jón Þór.

„Ég er gríðarlega ánægður að hafa náð að kreista fram þennan sigur. Það þurfti gríðarlega mikið til. Það þurfti hjá hverjum einum og einasta leikmanni í mínu liði að kreista fram allt sem þeir áttu til að ná þessum sigri. Við vissum að KA myndi leggja þennan leik upp eins og um líf og dauða væri að ræða."

Það voru miklar sviftingar í fyrri hálfleik.

„Leikurinn var mun opnari í fyrri hálfleik en ég kærði mig um. Mér fannst við gera geysilega vel að koma til baka í fyrri hálfleiknum, lentum undir snemma og sýndum frábær viðbrögð við því, öflugan og góðan karakter og allt sem þú biður um," sagði Jón Þór.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner