Rodrygo orðaður við Arsenal - Wirtz velur milli Bayern og Liverpool - Barcelona vill Díaz
Jón Þór: Bara ein leið út úr þessu
Nýtt sjónarhorn sýnir að Arnar gerði rétt með því að dæma mark Vals ólöglegt
Heimir Guðjóns: Góð liðsheild og menn voru tilbúnir í þetta
Sölvi: Okkar besti fyrri hálfleikur í sumar
Jökull: Hrikalega ánægður með þennan hóp
Ásgeir Helgi: Helvíti erfiður að eiga við og ég er bara mjög ánægður með mig
Kjartan Kári: Þurftum bara að jafna þá í baráttunni
Túfa: Mjög svekkjandi og ekki í fyrsta skipti í sumar
Dóri Árna um afmælisbarnið Ásgeir Helga: Gjörsamlega frábær
Stokke: Mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir félagið
Halldór Snær: Illa lélegt hjá okkur öllum
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
„Skelfilegt en lofum því að þetta gerist ekki aftur"
Láki: Veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa svona fallbyssur út af
   lau 01. júní 2024 19:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jón Þór: Vissum að við værum að koma í blóðugan bardaga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA var gríðarlega ánægður með sigur liðsins á KA á Akureyri í dag. Fótbolti.net ræddi við hann eftir leikinn.


Lestu um leikinn: KA 2 -  3 ÍA

„Við vissum að við værum að koma í blóðugan bardaga. KA menn væru búnir að nýta hverja mínútu síðan í síðasta leik. þar sem þeir fengu stóran skell, að járna sig upp í þennan leik. Við þurftum að mæta klárir í það. Þetta var ekki fallegasti fótboltaleikurinn sem hefur verið spilaður í sumar en baráttan var til staðar og úr var hörku leikur," sagði Jón Þór.

„Ég er gríðarlega ánægður að hafa náð að kreista fram þennan sigur. Það þurfti gríðarlega mikið til. Það þurfti hjá hverjum einum og einasta leikmanni í mínu liði að kreista fram allt sem þeir áttu til að ná þessum sigri. Við vissum að KA myndi leggja þennan leik upp eins og um líf og dauða væri að ræða."

Það voru miklar sviftingar í fyrri hálfleik.

„Leikurinn var mun opnari í fyrri hálfleik en ég kærði mig um. Mér fannst við gera geysilega vel að koma til baka í fyrri hálfleiknum, lentum undir snemma og sýndum frábær viðbrögð við því, öflugan og góðan karakter og allt sem þú biður um," sagði Jón Þór.


Athugasemdir
banner