Chelsea gerir tilboð í Bellingham - Stórlið vilja Wirtz - Man City gæti gert tilbið í Wharton
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   sun 01. júlí 2018 18:55
Daníel Geir Moritz
Kristján G.: Þurfti að taka þá út af fyrir að henda sér niður
Kristján Guðmundsson.
Kristján Guðmundsson.
Mynd: Raggi Óla
„Strákunum leið bara mjög vel inni á vellinum, alveg frá upphafsflautinu, héldu boltanum vel og gott flæði. Fínn leikur hjá strákunum,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV eftir 3-0 sigur sinna manna á Grindavík.

Lestu um leikinn: ÍBV 3 -  0 Grindavík

Kristján Guðmunds hefur náð góðum árangri þegar hann fær góðan tíma til að undirbúa leiki og var ekki breyting á í dag. „Við fengum góðan tíma til að undirbúa okkur, og svo sem þeir líka að undirbúa sig gegn okkur. Við fundum það að við urðum að fá einhvern vinning eftir þrjá tapleiki og ég er bara mjög ánægður með hversu vel strákunum leið inni á vellinum og náðu að ógna þeim. Við hefðum getað skorað mun fleiri mörk í leiknum og við vorum að ræða í hálfleik að staðan 1-0 væri óþolandi staða miðað við færin sem við fengum og menn urðu á tánum og þeir voru heldur betur tilbúnir í seinni hálfleik og skora þarna í fyrstu eða annarri sókninni.“

Þetta var fyrsti leikurinn sem Shahab og Gunnar Heiðar byrja í Pepsi deildinni á þessu tímabili en þeir náðu vel saman í fyrra. „Við erum búnir að vera að bíða eftir þessu mómenti. Gunnar Heiðar og Shahab spila mjög vel saman frammi og við höfum þurft að bíða allt allt of lengi með að para þá saman, bæði út af meiðslum og einhverjum öðrum kjánalátum. Að maður þurfi ekki að vera að taka þá útaf fyrir að henda sér niður og svona dót. Það tekur tíma að kenna þessum strákum.“

Kristján var dramatískur í svörum þegar hann var spurður út í framhaldið eftir þennan glæsilega sigur. „Við verðum bara að átta okkur á því að þessi leikur er búinn. Það eru komin þrjú stig í hús og við getum ekki bara farið eitthvað og nú gerist eitthvað halelúja. Við þurfum að vera tilbúnir í þetta á móti Blikum á laugardaginn. Það verður einhver blanda af því sem við gerðum í dag og blanda af því sem þarf að gera á móti Blikum.“

Það er stutt í Goslokin í Vestmannaeyjum og fær ÍBV heimaleik þá helgi, gegn Blikum eins og fyrr segir. „Ég er algjörlega viss um það að það verður aukastemning hjá okkur á laugardaginn út af Goslokunum. Ég vona að fólkið hafi tíma til þess að fara hingað niður á völl í smá stund og hvíla sig á listasöfnunum. Allavega ætla ég að kíkja á einhverjar sýningar á laugardaginn og svo er það leikurinn.“

Rétt eins og Óli Stefán var Kristján spurðu hverjir verði heimsmeistarar og var eins og svar Kristjáns væri æft, slík var spádómsgleðin, eins og sjá má í viðtalinu hér í spilaranum.


Athugasemdir
banner
banner
banner