Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   sun 01. júlí 2018 18:55
Daníel Geir Moritz
Kristján G.: Þurfti að taka þá út af fyrir að henda sér niður
Kristján Guðmundsson.
Kristján Guðmundsson.
Mynd: Raggi Óla
„Strákunum leið bara mjög vel inni á vellinum, alveg frá upphafsflautinu, héldu boltanum vel og gott flæði. Fínn leikur hjá strákunum,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV eftir 3-0 sigur sinna manna á Grindavík.

Lestu um leikinn: ÍBV 3 -  0 Grindavík

Kristján Guðmunds hefur náð góðum árangri þegar hann fær góðan tíma til að undirbúa leiki og var ekki breyting á í dag. „Við fengum góðan tíma til að undirbúa okkur, og svo sem þeir líka að undirbúa sig gegn okkur. Við fundum það að við urðum að fá einhvern vinning eftir þrjá tapleiki og ég er bara mjög ánægður með hversu vel strákunum leið inni á vellinum og náðu að ógna þeim. Við hefðum getað skorað mun fleiri mörk í leiknum og við vorum að ræða í hálfleik að staðan 1-0 væri óþolandi staða miðað við færin sem við fengum og menn urðu á tánum og þeir voru heldur betur tilbúnir í seinni hálfleik og skora þarna í fyrstu eða annarri sókninni.“

Þetta var fyrsti leikurinn sem Shahab og Gunnar Heiðar byrja í Pepsi deildinni á þessu tímabili en þeir náðu vel saman í fyrra. „Við erum búnir að vera að bíða eftir þessu mómenti. Gunnar Heiðar og Shahab spila mjög vel saman frammi og við höfum þurft að bíða allt allt of lengi með að para þá saman, bæði út af meiðslum og einhverjum öðrum kjánalátum. Að maður þurfi ekki að vera að taka þá útaf fyrir að henda sér niður og svona dót. Það tekur tíma að kenna þessum strákum.“

Kristján var dramatískur í svörum þegar hann var spurður út í framhaldið eftir þennan glæsilega sigur. „Við verðum bara að átta okkur á því að þessi leikur er búinn. Það eru komin þrjú stig í hús og við getum ekki bara farið eitthvað og nú gerist eitthvað halelúja. Við þurfum að vera tilbúnir í þetta á móti Blikum á laugardaginn. Það verður einhver blanda af því sem við gerðum í dag og blanda af því sem þarf að gera á móti Blikum.“

Það er stutt í Goslokin í Vestmannaeyjum og fær ÍBV heimaleik þá helgi, gegn Blikum eins og fyrr segir. „Ég er algjörlega viss um það að það verður aukastemning hjá okkur á laugardaginn út af Goslokunum. Ég vona að fólkið hafi tíma til þess að fara hingað niður á völl í smá stund og hvíla sig á listasöfnunum. Allavega ætla ég að kíkja á einhverjar sýningar á laugardaginn og svo er það leikurinn.“

Rétt eins og Óli Stefán var Kristján spurðu hverjir verði heimsmeistarar og var eins og svar Kristjáns væri æft, slík var spádómsgleðin, eins og sjá má í viðtalinu hér í spilaranum.


Athugasemdir
banner
banner