Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
   fös 01. júlí 2022 23:07
Ingi Snær Karlsson
Davíð Smári: Við hefðum getað klárað leikinn töluvert fyrr
Lengjudeildin
Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja
Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara geggjaður leikur, end to end football. Við fengum mikið af færum, hefðum mátt fara aðeins betur með þau." sagði Davíð Smári eftir 1-0 sigur á Gróttu í Lengjudeild karla í kvöld.

„Þeir voru mikið með boltann eins og Grótta er yfirleitt í leikjum. Okkur var svo sem alveg sama um það. Mér fannst við bara spila mjög vel og nýttum okkar sénsa ekki alveg nægilega vel. Við hefðum getað klárað leikinn töluvert fyrr."

Hvað fóruði yfir í hálfleik?

„Halda fókus og passa færslurnar, þeir voru mikið að reyna koma honum á bakvið okkur hérna úti í víddinni. Bara helst það og þolinmæði og þetta klassíska sko. Það var nú ekkert stórfenglegt sem við fórum yfir í hálfleik."

Aðspurður hvort Kórdrengir ætli að halda áfram að styrkja sig í glugganum, eftir að hafa fengið Nikita og Axel Frey sagði hann þetta:

„Það verður bara að koma í ljós, Nikita kom til okkar í febrúar og var bara meiddur. Við vorum ekkert að drífa okkur í að þrýsta honum inn í þetta fyrr en að hann var klár. Þess vegna var ekkert sótt um heimild fyrir hann fyrr en bara í þessum seinni glugga. Enda var hann ekki tilbúinn en hann er tilbúinn núna og stóð sig frábærlega í dag. Axel, það hefur svo sem verið lengi í myndinni að hann myndi koma aftur, enda leið honum mjög vel hér. Við vildum ólmir fá hann og sem betur fer gékk það upp. En hvort það séu fleiri á leiðinni, það getur vel verið. Við erum alltaf að skoða en það er ekkert stress."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner