Wharton til Real Madrid - Chelsea vill Vini - Sunderland horfir til Barcelona - Sterling að losna úr prísundinni?
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
   fös 01. júlí 2022 23:07
Ingi Snær Karlsson
Davíð Smári: Við hefðum getað klárað leikinn töluvert fyrr
Lengjudeildin
Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja
Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara geggjaður leikur, end to end football. Við fengum mikið af færum, hefðum mátt fara aðeins betur með þau." sagði Davíð Smári eftir 1-0 sigur á Gróttu í Lengjudeild karla í kvöld.

„Þeir voru mikið með boltann eins og Grótta er yfirleitt í leikjum. Okkur var svo sem alveg sama um það. Mér fannst við bara spila mjög vel og nýttum okkar sénsa ekki alveg nægilega vel. Við hefðum getað klárað leikinn töluvert fyrr."

Hvað fóruði yfir í hálfleik?

„Halda fókus og passa færslurnar, þeir voru mikið að reyna koma honum á bakvið okkur hérna úti í víddinni. Bara helst það og þolinmæði og þetta klassíska sko. Það var nú ekkert stórfenglegt sem við fórum yfir í hálfleik."

Aðspurður hvort Kórdrengir ætli að halda áfram að styrkja sig í glugganum, eftir að hafa fengið Nikita og Axel Frey sagði hann þetta:

„Það verður bara að koma í ljós, Nikita kom til okkar í febrúar og var bara meiddur. Við vorum ekkert að drífa okkur í að þrýsta honum inn í þetta fyrr en að hann var klár. Þess vegna var ekkert sótt um heimild fyrir hann fyrr en bara í þessum seinni glugga. Enda var hann ekki tilbúinn en hann er tilbúinn núna og stóð sig frábærlega í dag. Axel, það hefur svo sem verið lengi í myndinni að hann myndi koma aftur, enda leið honum mjög vel hér. Við vildum ólmir fá hann og sem betur fer gékk það upp. En hvort það séu fleiri á leiðinni, það getur vel verið. Við erum alltaf að skoða en það er ekkert stress."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner