29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   fös 01. júlí 2022 23:07
Ingi Snær Karlsson
Davíð Smári: Við hefðum getað klárað leikinn töluvert fyrr
Lengjudeildin
Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja
Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara geggjaður leikur, end to end football. Við fengum mikið af færum, hefðum mátt fara aðeins betur með þau." sagði Davíð Smári eftir 1-0 sigur á Gróttu í Lengjudeild karla í kvöld.

„Þeir voru mikið með boltann eins og Grótta er yfirleitt í leikjum. Okkur var svo sem alveg sama um það. Mér fannst við bara spila mjög vel og nýttum okkar sénsa ekki alveg nægilega vel. Við hefðum getað klárað leikinn töluvert fyrr."

Hvað fóruði yfir í hálfleik?

„Halda fókus og passa færslurnar, þeir voru mikið að reyna koma honum á bakvið okkur hérna úti í víddinni. Bara helst það og þolinmæði og þetta klassíska sko. Það var nú ekkert stórfenglegt sem við fórum yfir í hálfleik."

Aðspurður hvort Kórdrengir ætli að halda áfram að styrkja sig í glugganum, eftir að hafa fengið Nikita og Axel Frey sagði hann þetta:

„Það verður bara að koma í ljós, Nikita kom til okkar í febrúar og var bara meiddur. Við vorum ekkert að drífa okkur í að þrýsta honum inn í þetta fyrr en að hann var klár. Þess vegna var ekkert sótt um heimild fyrir hann fyrr en bara í þessum seinni glugga. Enda var hann ekki tilbúinn en hann er tilbúinn núna og stóð sig frábærlega í dag. Axel, það hefur svo sem verið lengi í myndinni að hann myndi koma aftur, enda leið honum mjög vel hér. Við vildum ólmir fá hann og sem betur fer gékk það upp. En hvort það séu fleiri á leiðinni, það getur vel verið. Við erum alltaf að skoða en það er ekkert stress."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner