Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   fös 01. júlí 2022 23:07
Ingi Snær Karlsson
Davíð Smári: Við hefðum getað klárað leikinn töluvert fyrr
Lengjudeildin
Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja
Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara geggjaður leikur, end to end football. Við fengum mikið af færum, hefðum mátt fara aðeins betur með þau." sagði Davíð Smári eftir 1-0 sigur á Gróttu í Lengjudeild karla í kvöld.

„Þeir voru mikið með boltann eins og Grótta er yfirleitt í leikjum. Okkur var svo sem alveg sama um það. Mér fannst við bara spila mjög vel og nýttum okkar sénsa ekki alveg nægilega vel. Við hefðum getað klárað leikinn töluvert fyrr."

Hvað fóruði yfir í hálfleik?

„Halda fókus og passa færslurnar, þeir voru mikið að reyna koma honum á bakvið okkur hérna úti í víddinni. Bara helst það og þolinmæði og þetta klassíska sko. Það var nú ekkert stórfenglegt sem við fórum yfir í hálfleik."

Aðspurður hvort Kórdrengir ætli að halda áfram að styrkja sig í glugganum, eftir að hafa fengið Nikita og Axel Frey sagði hann þetta:

„Það verður bara að koma í ljós, Nikita kom til okkar í febrúar og var bara meiddur. Við vorum ekkert að drífa okkur í að þrýsta honum inn í þetta fyrr en að hann var klár. Þess vegna var ekkert sótt um heimild fyrir hann fyrr en bara í þessum seinni glugga. Enda var hann ekki tilbúinn en hann er tilbúinn núna og stóð sig frábærlega í dag. Axel, það hefur svo sem verið lengi í myndinni að hann myndi koma aftur, enda leið honum mjög vel hér. Við vildum ólmir fá hann og sem betur fer gékk það upp. En hvort það séu fleiri á leiðinni, það getur vel verið. Við erum alltaf að skoða en það er ekkert stress."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner