Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
   fös 01. júlí 2022 23:07
Ingi Snær Karlsson
Davíð Smári: Við hefðum getað klárað leikinn töluvert fyrr
Lengjudeildin
Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja
Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara geggjaður leikur, end to end football. Við fengum mikið af færum, hefðum mátt fara aðeins betur með þau." sagði Davíð Smári eftir 1-0 sigur á Gróttu í Lengjudeild karla í kvöld.

„Þeir voru mikið með boltann eins og Grótta er yfirleitt í leikjum. Okkur var svo sem alveg sama um það. Mér fannst við bara spila mjög vel og nýttum okkar sénsa ekki alveg nægilega vel. Við hefðum getað klárað leikinn töluvert fyrr."

Hvað fóruði yfir í hálfleik?

„Halda fókus og passa færslurnar, þeir voru mikið að reyna koma honum á bakvið okkur hérna úti í víddinni. Bara helst það og þolinmæði og þetta klassíska sko. Það var nú ekkert stórfenglegt sem við fórum yfir í hálfleik."

Aðspurður hvort Kórdrengir ætli að halda áfram að styrkja sig í glugganum, eftir að hafa fengið Nikita og Axel Frey sagði hann þetta:

„Það verður bara að koma í ljós, Nikita kom til okkar í febrúar og var bara meiddur. Við vorum ekkert að drífa okkur í að þrýsta honum inn í þetta fyrr en að hann var klár. Þess vegna var ekkert sótt um heimild fyrir hann fyrr en bara í þessum seinni glugga. Enda var hann ekki tilbúinn en hann er tilbúinn núna og stóð sig frábærlega í dag. Axel, það hefur svo sem verið lengi í myndinni að hann myndi koma aftur, enda leið honum mjög vel hér. Við vildum ólmir fá hann og sem betur fer gékk það upp. En hvort það séu fleiri á leiðinni, það getur vel verið. Við erum alltaf að skoða en það er ekkert stress."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner