Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 01. ágúst 2022 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Manchester City að gefast upp á Cucurella
Mynd: Getty Images

Manchester City virðist vera hætt við að fá Marc Cucurella frá Brighton.


Liðin hafa verið í viðræðum eftir að Oleksandr Zinchenko yfirgaf City til að ganga til liðs við Arsenal.

Brighton er sagt vilja fá 50 milljónir punda fyrir vinstri bakvörðinn en City er ekki tilbúið að borga meira en 40 milljónir. Samkvæmt heimildum enskra fjölmiðla hefur City snúið sér að Borna Sosa og Alex Grimaldo.

Sosa er Króatískur landsliðsmaður en hann leikur með Stuttgart í Þýskalandi. Grimaldo er leikmaður Benfica en rétt eins og Cucurella þá lék hann með unglingaliði Barcelona.


Athugasemdir
banner
banner
banner