Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 01. ágúst 2022 12:24
Ívan Guðjón Baldursson
Real Madrid búið að selja Borja Mayoral (Staðfest)
Mayoral í leik með Getafe gegn Barcelona fyrr á árinu.
Mayoral í leik með Getafe gegn Barcelona fyrr á árinu.
Mynd: EPA

Getafe er búið að krækja í sóknarmanninn Borja Mayoral sem hefur verið hjá Real Madrid síðustu fimmtán ár.


Mayoral er uppalinn hjá Real en hefur aðeins spilað 33 keppnisleiki fyrir félagið og skorað í þeim 7 mörk.

Getafe borgar 10 milljónir evra fyrir sóknarmanninn sem er búinn að skrifa undir fimm ára samning. Mayoral átti aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Real.

Hann er 25 ára og hefur gert flotta hluti að láni hjá AS Roma og Getafe undanfarin tímabil. Hjá Roma skoraði Mayoral 17 mörk í 45 leikjum á sínu fyrsta tímabili og svo gerði hann 6 mörk í 18 leikjum með Getafe í vor.

Mayoral þótti gífurlega mikið efni á sínum yngri árum og skoraði 29 mörk í 48 leikjum með yngri landsliðum Spánar, en á enn eftir að taka stökkið upp í A-landsliðið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner