Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 01. ágúst 2022 20:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þýski bikarinn: Union Berlin þurfti framlengingu
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Union Berlin þurfti framlengingu gegn Chemnitzer sem leikur í þýsku D-deildinni er liðin mættust í 64-liða úrslitum bikarsins í dag.


Gestirnir frá Berlín voru mun betri í leiknum en Chemnitzer tók forystuna í seinni hálfleik. Það tók Union tvær mínútur að jafna en sigurmarkið kom ekki fyrr en í framlengingu.

Kevin Behrens kom boltanum í netið á 114. mínútu og tryggði Union Berlin áfram í næstu umferð en Bayer Leverkusen og FC Köln duttu meðal annars út um helgina.

Chemnitzer 1 - 2 Union Berlin
1-0 Tobias Müller ('62)
1-1 Jordan Siebatcheu ('64)
1-2 Kevin Behrens ('114)

Eintracht Frankfurt er þá komið áfram eftir þægilegan sigur gegn Magdeburg ásamt Darmstadt og Werder Bremen.

Darmstadt lenti ekki í erfiðleikum gegn Ingolstadt en Werder Bremen vann Energie Cottbus með aðeins eins marks mun.

Magdeburg 0 - 4 Eintracht Frankfurt

Ingolstadt 0 - 3 Darmstadt

Energie Cottbus 1 - 2 Werder Bremen


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner