Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fim 01. ágúst 2024 14:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkust í 15. umferð - Leitt að hún sé ekki íslensk
Katie Cousins (Valur)
Katie Cousins fagnar marki sínu í gær.
Katie Cousins fagnar marki sínu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Var frábær í leiknum í gær.
Var frábær í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Katie Cousins er sterkasti leikmaður 15. umferðar Bestu deildar kvenna í boði Steypustöðvarinnar. Katie var besti leikmaður vallarins þegar Valur vann 1-0 sigur gegn Breiðabliki í gærkvöldi. Um var að ræða algjöran stórleik á milli tveggja langbestu liða deildarinnar.

„Galdrakona í fótbolta. Valur náði að sannfæra hana um að koma á Hlíðarenda fyrir tímabilið og það var ótrúlegur happafengur. Hún valdi að fara í nýtt umhverfi og það hefur borgað sig fyrir bæði hana og Val. Magnaður leikmaður sem stjórnaði leiknum í dag," skrifaði undirritaður í skýrslu sinni frá leiknum.

Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, orðaði það vel eftir leikinn í gær: „Katie var bara Katie."

Cousins og Berglind Rós Ágústsdóttir voru frábærar saman inn á miðsvæðinu hjá Val og voru stór ástæða þess að Valsliðið stjórnaði ferðinni.

„Berglind og Katie voru frábærar í þessum leik og þær eru frábærar. Þetta er besta miðjan á landinu og væru fínar saman í landsliðinu líka. Það er leitt að Katherine Cousins skuli ekki vera íslensk," sagði Katrín Ómarsdóttir, fyrrum landsliðskona, í Bestu mörkunum í gær.

Miðjumaðurinn öflugi er núna á sínu þriðja tímabili á Íslandi en hún lék með Þrótti 2021 og 2023. Hún segist taka þetta ár fyrir ár en hún var mjög ánægð með ákvörðun sína að fara í Val. Framundan eru spennandi vikur hjá Valsliðinu þar sem liðið heldur áfram að berjast í Bestu deildinni, fer í úrslitaleik Mjólkurbikarsins og inn í Meistaradeildina.

Sterkastar í fyrri umferðum:
14. umferð - Jasmín Erla Ingadóttir (Valur)
13. umferð - Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Víkingur R.)
12. umferð - Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
11. umferð - Anna María Baldursdóttir (Stjarnan)
10. umferð - Katrín Ásbjörnsdóttir (Breiðablik)
9. umferð - Selma Dögg Björgvinsdóttir (Víkingur R.)
8. umferð - Jasmín Erla Ingadóttir (Valur)
7. umferð - Kristrún Rut Antonsdóttir (Þróttur)
6. umferð - Caroline Van Slambrouck (Keflavík)
5. umferð - Karen María Sigurgeirsdóttir (Þór/KA)
4. umferð - Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
3. umferð - Amanda Andradóttir (Valur)
2. umferð - Sandra María Jessen (Þór/KA)
1. umferð - Amanda Andradóttir (Valur)


Athugasemdir
banner