Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   fim 01. ágúst 2024 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Couto á leið í læknisskoðun
Mynd: EPA

Yan Couto er á leið til Dortmund á láni frá Manchester City.

Þessi 22 ára gamli brasilíski hægri bakvörður hefur verið í eigu Man City frá 2020 en hann hefur verið á láni frá félaginu nær allar götur síðan.


Fyrst fór hann til Girona og svo til Braga en hann fór svo aftur til Girona þar sem hann var á láni samfleytt í tvö ár.

Hann mun nú fara til Þýskalands á láni til að byrja með en Dortmund þarf síðan að kaupa hann fyrir 30 milljónir evra þegar lánssamningurinn rennur út.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner