Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   þri 01. september 2015 10:59
Elvar Geir Magnússon
Amsterdam
Heimir Hallgríms: Nóg að fara á Fótbolta.net
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Við reynum að fylgjast með fréttum, það er nóg að fara á Fótbolta.net, þið þýðið þetta allt saman," sagði Heimir Hallgrímsson kíminn fyrir æfingu íslenska liðsins í dag þegar hann var spurður út í hvort menn væru búnir að ná að kynna sér meira það sem nýr þjálfari Hollands, Danny Blind, ætlar að gera á fimmtudag.

„Það skiptir okkur okkur svosem ekki miklu máli hverjir spila eða hvaða taktík þeir spila. Við erum með svæðisvörn, bæði í föstum og í leiknum. Við þurfum rétt að aðlaga það sem við erum að gera. Við höfum engar stórar áhyggjur."

Spennan magnast upp með hverjum klukkutímanum hér í Hollandi og finnst hollenskum fjölmiðlamönnum mjög merkilegt hversu margir Íslendingar mæta á leikinn.

„Að rúmlega eitt prósent þjóðarinnar sé að koma til að horfa á fótboltaleik er frábært fyrir okkur. Við erum fullir þakklætis til stuðningsmanna. Ég held að það sýni líka þá ofurtrú sem fólk hefur á landsliðinu, fólk ætlast til þess að við vinnum og það er bara gott mál."

Viðtalið við Heimi má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner