Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 01. september 2021 13:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fáar níur í hóp - „Líklegt að einn af þessum þremur byrji"
Icelandair
Viðar Örn er kominn inn í hópinn.
Viðar Örn er kominn inn í hópinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru aðeins tvær hreinræktaðar 'níur' í leikmannahópi Íslands fyrir leikinn gegn Rúmeníu í undankeppni HM á morgun.

Andri Lucas Guðjohnsen, leikmaður varaliðs Real Madrid á Spáni, og Viðar Örn Kjartansson, sóknarmaður Vålerenga í Noregi, eru í hópnum. Viðar Örn kom inn í hópinn fyrir Kolbein Sigþórsson sem var tekinn úr vegna ásakana um kynferðislegt áreiti og ofbeldi.

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, var spurður að því á blaðamannafundi hvort hann hefði einhverjar áhyggjur af framherjamálum.

„Við erum með jafnmarga sentera og á blaðamannafundinum í síðustu viku. Viðar Örn er kominn inn; skjalið og planið getur breyst frá degi til dags. Viðar var byrjaður að spila, þó Kolbeinn hafi spilað meira undanfarna mánuði," sagði Arnar.

„Við erum með Viðar, við erum með Andra og við erum með Albert. Það er mjög líklegt að einn af þessum þremur byrji inn á í leiknum á morgun."

Hann var þá spurður að því hvort hann sæi Albert fyrir sér sem sóknarmann í þessum hóp.

„ Albert getur leyst margar stöður," sagði Arnar og bætti við að hann hefði engar áhyggjur af stöðunni er varðar fremsta manninn á vellinum.
Athugasemdir
banner