Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 01. september 2021 13:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eiga menn afturkvæmt í landsliðið eftir alvarlegar ásakanir?
Icelandair
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá landsliðsæfingu í dag.
Frá landsliðsæfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson var tekinn úr landsliðshópnum fyrr í vikunni eftir að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram í fréttatíma RÚV á föstudagskvöld og sagði þar frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni af hálfu landsliðsmanns sem faðir hennar tilkynnti til KSÍ.

Landsliðsmaðurinn sem um ræðir er Kolbeinn. Hann borgaði Þórhildi miskabætur fyrir gjörðir sínar. Stjórn KSÍ ákvað að taka Kolbein úr hópnum.

Gylfi Þór Sigurðsson er þá heldur ekki í hópnum þar sem lögreglurannsókn stendur yfir á hans málum. Hann er sakaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi á Englandi.

Íslenski sóknartengiliðurinn hefur verið til rannsóknar hjá lögreglunni í Manchester síðan í júlí en hann hefur ekki æft né spilað með Everton síðan.

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, var spurður að því hvort leikmenn eigi afturkvæmt í landsliðið eftir alvarlegar ásakanir.

„Það var ákvörðun stjórnar með Kolbein. Ég get ekki talað fyrir þá aðila sem komu að þessari ákvörðun. Það er mikilvægt á næstu dögum og vikum að öll íþróttahreyfingin búi til ramma utan um þessi málefni öll. Ég veit að sú vinna er byrjuð og KSÍ mun að sjálfsögðu taka þátt í því."

„Þetta þarf að taka sinn tíma og það er ekki hægt að svara þessari spurningu núna. Málin eru of flókin til að hægt sé að segja eitthvað núna," sagði Arnar.

Kári Árnason sat einnig blaðamannafundinn og hann var spurður út í álit sitt að stjórn KSÍ tæki ákvörðun með leikmannahópinn.

„Ég get ekki snert á þessu máli án þess að henda einhverjum undir vagninn svo ég tel best að ég geri það ekki."

Leikur Íslands og Rúmeníu í undankeppni HM fer fram annað kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner