Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 01. september 2021 11:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hefðum aldrei selt hann fyrir þá upphæð"
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, fer yfir málin með Ísaki.
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, fer yfir málin með Ísaki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Norrköping segir danska fjölmiðla ekki fara með rétt mál þegar kemur að kaupverðinu á Skagamanninum Ísaki Bergmanni Jóhannessyni.

Ísak, sem er 18 ára gamall, var í gær seldur frá Norrköping til FC Kaupmannahafnar í Danmörku.

Það kom fram í dönskum fjölmiðlum að kaupverðið hefði verið 3 milljónir evra.

Sakarias Mårdh, stjórnarformaður Norrköping, segir við Aftonbladet: „Það hefur verið skrifað að kaupverðið sé 30 milljónir sænskar krónur, en við hefðum aldrei selt hann fyrir þá upphæð."

Aftonbladet hefur heimildir fyrir því að Norrköping fá 50 milljónir sænskar krónur fyrir Ísak og prósentu af næstu sölu. Upphæðin gæti líka hækkað eitthvað að sögn sænska fjölmiðilsins.

Það eru rúmar 730 milljónir íslenskra króna. Það eru góðar fréttir fyrir ÍA sem fær amkvæmt heimildum 433 20 prósent af upphæðinni. Ef 730 milljónir er rétt, þá fær ÍA tæpar 150 milljónir íslenskra króna.
Athugasemdir
banner
banner