Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 01. september 2021 07:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Þurfum að hitta á góðan leik"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik mætir Osijek frá Króatíu í 2. umferð Meistaradeildarinnar í dag. Sigurvegari í einvíginu fer í riðlakeppnina. Leikurinn hefst kl 16:00.

Vilhjálmur Kári Haraldsson þjálfari liðsins var til viðtals eftir 1-1 jafntefli gegn Keflavík í síðustu viku. Liðið hefur farið yfir klippur úr leik Osijek og Anderlecht sem áttust við í síðustu umferð Meistaradeildarinnar.

„Við erum búin að fá leikinn sem þær spiluðu á móti Anderlecht þannig að við erum byrjaðar að skoða þær svolítið," sagði Vilhjálmur.

Stjarnan mætti Osijek árið 2017 og sigraði. Vilhjálmur telur möguleika Blika góða gegn króatíska liðinu.

„Þetta verða hörku leikir, ég held að við eigum alveg möguleika. Við þurfum auðvitað að hitta á góðan leik. Þurfum að nýta tækifærin."
Vilhjálmur: Þetta var þannig dagur
Athugasemdir
banner
banner