Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   mið 01. september 2021 12:00
Victor Pálsson
Vængbrotið lið Wales mætir til leiks
Aaron Ramsey, einn mikilvægasti leikmaður Wales, verður ekki með liðinu í undankeppni HM í september.

Ramsey er á mála hjá Juventus á Ítalíu en hann er gríðarlega mikilvægur hlekkur í liði landsliðsins.

Ramsey er hins vegar að glíma við meiðsli þessa stundina og hefur hann dregið sig úr landsliðshópnum fyrir komandi átök.

Miðjumaðurinn meiddist í leik með Juventus fyrr í ágúst og verður ekki klár fyrir leiki gegn Hvíta Rússlandi og Eistlandi.

Neco Williams og Joe Rodon, leikmenn Liverpool og Tottenham, hafa einnig dregið sig úr hópnum sem er mikið áfall.

Athugasemdir
banner
banner