banner
   fim 01. september 2022 18:25
Ívan Guðjón Baldursson
Forest að ganga frá Michy Batshuayi
Mynd: Getty Images

Fabrizio Romano greinir frá því að Nottingham Forest vilji styrkja sóknarlínuna sína enn frekar fyrir komandi tímabil og er Michy Batshuayi á leiðinni frá Chelsea.


Belgíski sóknarmaðurinn á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Chelsea og hefur líklegast leikið sinn síðasta leik fyrir félagið.

Batshuayi verður 29 ára eftir mánuð og skoraði 25 mörk í 77 leikjum hjá Chelsea.

Hann skoraði 14 mörk í 42 leikjum að láni hjá Besiktas á síðustu leiktíð en þar áður hafði hann gert 8 mörk í 33 leikjum hjá Crystal Palace.

Batshuayi hefur einnig leikið fyrir Borussia Dortmund og Valencia á láni. Hann á 25 mörk í 45 landsleikjum með Belgíu.

Hann yrði tuttugasti leikmaðurinn til að ganga í raðir Forest í sumar. Félagið gæti bætt nokkrum leikmönnum við sig í dag og verður gríðarlega áhugavert að fylgjast með gengi liðsins í vetur.

Forest var þegar búið að krækja í Nígeríumennina Taiwo Awoniyi og Emmanuel Dennis fyrir sóknarlínuna sína í sumar. Þá var Hwang Ui-jo einnig keyptur en lánaður beint til systurfélagsins Olympiakos sem er í höndum sama eiganda.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner