Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   fim 01. september 2022 17:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Furðulegt hvað það er hljótt í kringum Tielemans
Það bendir til þess að miðjumaðurinn Youri Tielemans verði áfram í herbúðum Leicester þegar þessi gluggadagur er á enda.

Tielemans, sem er 25 ára, á bara eitt ár eftir af samningi sínum hjá Leicester og hefur hann hingað til ekki viljað framlengja samning sinn hjá félaginu.

Það er talið að hann sé fáanlegur á 25 milljónir punda áður en glugginn lokar í kvöld.

Það verður að teljast ansi gott verð fyrir þennan öfluga leikmann, en samt sem áður virðist sem svo að ekkert félag ætli að stökkva á það sem verður að teljast vægast sagt furðulegt.

Hann hefur verið mikið orðaður við Arsenal og Newcastle, en þau félög eru ekki að horfa til hans í dag - af einhverri ástæðu. Líklegt er að hann fari þá í janúar eða næsta sumar.

Það er talið að Tielemans verði í leikmannahópi Leicester gegn Manchester United í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner