Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 01. september 2022 11:54
Elvar Geir Magnússon
Newcastle í viðræðum um Harrison Ashby
Harrison Ashby.
Harrison Ashby.
Mynd: Getty Images
Newcastle er í viðræðum við West Ham um varnarmanninn Harrison Ashby. Hægri bakvörðurinn er í miklum metum hjá David Moyes en á aðeins ár eftir af samningi sínum.

Ashby er tvítugur og er U21 landsliðsmaður Skotlands.

Newcastle vill fá inn bakvörð vegna meiðsla Emil Krafth sem verður frá í marga mánuði.

Félagið telur að Ashby sé klár í að koma beint inn í aðalliðið.

Félagaskiptaglugganum verður lokað klukkan 22 í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner