Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
banner
   lau 01. október 2016 17:03
Alexander Freyr Tamimi
Arnar Grétars: Allir grænir verða fúlir næstu daga
Arnar Grétars og félagar náðu ekki Evrópusæti.
Arnar Grétars og félagar náðu ekki Evrópusæti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var eðlilega svekktur eftir 3-0 tap sinna manna gegn Fjölni á heimavelli í lokaumferð Pepsi-deildarinnar.

Með sigri hefðu Blikar tryggt sér Evrópusæti fyrir næstu leiktíð en í staðinn enda þeir í 6. sæti deildarinnar.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  3 Fjölnir

„Við ætluðum að sækja sigur og ég held að allir hafi séð það. Mér fannst leikurinn vera í jafnræði í fyrri hálfleik, við vorum mun meira með boltann en vorum kannski ekki að skapa okkur mikið. Svo var bara eitt lið á vellinum í seinni hálfleik og ég held við höfum fengið allavega þrjú dauðafæri, en þetta hefur svolítið verið sagan í sumar,“ sagði Arnar og bætti því við að hans menn hefðu mögulega átt að fá víti í stöðunni 0-0.

Hann viðurkennir að 6. sæti hafi verið óásættanleg niðurstaða fyrir Breiðablik.

„Það er alveg rétt. Það verða allir grænir fúlir næstu daga, það held ég að sé nokkuð ljóst,“ sagði Arnar. Hann vildi ekki tjá sig um framtíð sína hjá félaginu.

„Það verður bara að koma í ljós. Ég á ár eftir af samning og það kemur bara í ljós.

Athugasemdir