Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 01. október 2020 22:09
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi Max-deildin: Hilmar Árni jafnaði FH í uppbótartíma
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 1 - 1 FH
0-1 Pétur Viðarsson ('54)
1-1 Hilmar Árni Halldórsson ('91)

Stjarnan tók á móti FH í toppbaráttu Pepsi Max-deildarinnar í kvöld og var staðan markalaus eftir bragðdaufan fyrri hálfleik.

Síðari hálfleikurinn fór af stað með látum þar sem heimamenn fengu tvö dauðafæri en Heiðar Ægisson og Emil Atlason klúðruðu þeim.

Gestirnir úr Hafnarfirði refsuðu fyrir mistökin og skoraði Pétur Viðarsson með skalla eftir aukaspyrnu Þóris Jóhanns Helgasonar á 54. mínútu.

Steven Lennon komst nálægt því að tvöfalda forystuna skömmu síðar en Haraldur Björnsson bjargaði Garðbæingum. Morten Beck Guldsmed gat innsiglað sigur FH á 87. mínútu en klúðraði fyrir opnu marki. Þremur mínútum síðar gerði Hilmar Árni Halldórsson jöfnunarmark Stjörnunnar eftir fullkomna fyrirgjöf frá Heiðari Ægissyni.

Meira var ekki skorað og niðurstaðan 1-1 jafntefli. FH er áfram í öðru sæti, átta stigum eftir toppliði Vals þegar fimm umferðir eru eftir af tímabilinu. Stjarnan er í fjórða sæti, fimm stigum eftir FH og með leik til góða.

Sjá textalýsingu

Það getur tekið tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner