Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   þri 01. október 2024 18:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeildin: Brest rúllaði yfir Salzburg - Jafnt í Þýskalandi
Enzo Millot (t.h.) skoraði fyrir Stuttgart
Enzo Millot (t.h.) skoraði fyrir Stuttgart
Mynd: EPA

Tveimur leikjum er lokið í 2. umferð deildakeppni Meistaradeildarinnar en Brest gerði sér góða ferð til Austurríkis og Sparta Prag nældi sér í stig gegn Stuttugart


Salzburg var fyrst til að koma boltanum í netið en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Brest komst yfir áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks en Abdallah Sima batt endahnútinn á góða skyndisókn.

Mahdi Camara bætti við öðru markinu eftir rúmlega klukkutíma leik og stuttu síðar skoraði Sima sitt annað mark og þriðja mark Salzburg en það kom skot utan af velli sem Janis Blaswich markvörður Salzburg varði út í teiginn og Sima var fljótur að átta sig og skoraði örugglega.

Mama Balde innsiglaði sigur Brest með laglegu skoti fyrir utan vítateiginn. Salzburg tapaði gegn Sparta Prag í fyrstu umferð en Brest er með fullt hús stiga eftir sigur gegn Strum Graz í fyrstu umferð.

Sparta Prag gerði sér fína ferð til Þýskalands en liðið lenti snemma undir gegn Stuttgart en Kaan Kairinen jafnaði metin áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks og þar við sat.

Salzburg 0 - 4 Brest
0-1 Abdallah Sima ('24 )
0-2 Mahdi Camara ('66 )
0-3 Abdallah Sima ('71 )
0-4 Mathias Pereira Lage ('75 )

Stuttgart 1 - 1 Sparta Praha
1-0 Enzo Millot ('7 )
1-1 Kaan Kairinen ('32 )


Athugasemdir
banner
banner
banner