Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fös 01. nóvember 2024 18:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dalot: Amorim er fullkominn fyrir Man Utd
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Portúgalinn Diogo Dalot, leikmaður Man Utd, er mjög spenntur að vinna með landa sínum, Rúben Amorim, hjá enska félaginu.


Manchester United staðfesti í dag að Rúben Amorim taki við sem stjóri liðsins af Erik ten Hag sem var látinn taka pokann sinn á dögunum. Amorim mun hefja störf þann 11. nóvember næstkomandi.

„Hann er auðvitað frábær þjálfari. Hann er mjög kröfuharður, ég býst við því og það passar fullkomlega saman við svona félag. Kröfurnar eru mjög miklar. Ég vona að þetta sé góð samsvörun og við við vinnum saman," sagði Dalot í viðtali hjá Sky Sports.

„Úrvalsdeildin hentar fólki frá Portúgal. Portúgalskir þjálfarar og leikmenn hafa komið til Englands og náð árangri svo ég vona að hann sé enn eitt dæmið um það. Ég hlakka til að byrja að vinna með honum. Við verðum lið, við verðum að vinna saman og hjálpa honum að einhverju leiti og hann mun hjálpa okkur."


Athugasemdir
banner