Dorival Junior, landsliðsþjálfari Brasilíu, hefur valið hópinn sem mætir Venesúvela og Úrúgvæ í undankeppni HM. Hvorki Neymar né Endrick eru í hópnum.
Neymar hefur aðeins spilað 14 mínútur með Al-Hilal eftir að hafa verið fjarverandi í heilt ár vegna meiðsla. Dorival sagði að það væri ekki tímabært að velja hann í hópinn.
„Hann er nánast búinn að ná sér en hann hefur aðeins spilað nokkrar mínútur sem hafði mikið að segja um þessa ákvörðun," sagði Dorival.
Þá hefur hinn 18 ára gamli Endrick ekki verið í náðinni hjá Carlo Ancelotti að undanförnu en hann hefur ekki komið við sögu í fjórum síðustu leikjum hjá Real Madrid.
Brasilíski hópurinn: Bento (Al Nassr), Éderson (Manchester City), Weverton (Palmeiras); Danilo (Juventus), Vanderson (Monaco), Abner (Lyon), Guilherme Arana (Atlético-MG), Éder Militão (Real Madrid), Gabriel Magalhães (Arsenal), Marquinhos (Paris Saint-Germain), Murillo (Nottingham Forest); André (Wolverhampton), Andreas Pereira (Fulham), Bruno Guimarães (Newcastle), Gerson (Flamengo), Lucas Paquetá (West Ham United) and Raphinha (Barcelona); Estevão (Palmeiras), Igor Jesus (Botafogo), Luiz Henrique (Botafogo), Rodrygo (Real Madrid), Savinho (Manchester City) and Vinícius Jr (Real Madrid). end