Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fös 01. nóvember 2024 11:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viktor Nói velur að spila fyrir Ísland
Viktor Nói hér með foreldrum sínum.
Viktor Nói hér með foreldrum sínum.
Mynd: KAA Gent
Viktor Nói er á mála hjá Gent í Belgíu. Mjög efnilegur leikmaður.
Viktor Nói er á mála hjá Gent í Belgíu. Mjög efnilegur leikmaður.
Mynd: KAA Gent
Það var eitt nafn sem vakti sérstaka athygli þegar U19 landsliðshópur Íslands var valinn í gær. Hópur sem tekur þátt í fyrstu umferð í undankeppni EM.

Viktor Nói Viðarsson er nafnið, en hann er sonur Arnars Þórs Viðarssonar, fyrrum landsliðsþjálfara Íslands. Hann hefur núna valið að spila fyrir Ísland sem eru mjög skemmtilegar fréttir.

Viktor Nói hefur leikið fyrir U17 landslið Belgíu og verið með fyrirliðaböndin í yngri landsliðunum þar. Viktor Nói er 17 ára gamall miðjumaður og þykir gríðarlega mikið efni.

„Það er rétt að Viktor Nói hefur leikið með yngri landsliðum Belgíu. Hann hefur hinsvegar tekið þá ákvörðun að spila fyrir Ísland sem er mikið fagnaðarefni. Mikið efni hér á ferð og við erum spennt að sjá hvað hann gerir í íslensku landsliðstreyjunni," segir Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður fótboltamála hjá KSÍ, við Fótbolta.net.

Viktor Nói er búinn að alast upp í Belgíu og er móðir hans belgísk, en faðir hans er fyrrum landsliðsmaður Íslands og fyrrum landsliðsþjálfari.

„Þetta er einfaldlega þannig að hann er Belgi og mamma hans er belgísk. Hann býr í Belgíu," sagði Arnar Þór á fréttamannafundi í október 2022.

„Þetta er eitthvað sem við höfum rætt innanhúss. Við eigum bara að leyfa börnunum að vera börn og svo kemur bara í ljós hvernig þetta endar. Hann er bara 15 ára og það mikilvægasta er hann hafi gaman að því að vera í íþróttum."

KSÍ hefur lengi reynt að fá Viktor Nóa yfir og það tókst núna.
Athugasemdir
banner
banner