sun 01. desember 2019 23:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Sarri: Við notuðum ekki heilann
Maurizio Sarri pirraður á hliðarlínunni.
Maurizio Sarri pirraður á hliðarlínunni.
Mynd: Getty Images
Juventus missteig sig í toppbaráttunni á Ítalíu í dag þegar þeir fengu Sassuolo í heimsókn, niðurstaðan 2-2 jafntefli og Inter nýtti sér þetta seinna í dag og fór á toppinn.

Sarri var sérstaklega óánægður með fyrri hálfleikinn og sagði í viðtali að leikmenn hafi ekki notað heilann.

„Þetta var ekki mjög slæmur leikur þrátt fyrir mörg mistök í fyrri hálfleik. Við gáfum þeim of mikinn tíma og pláss til að spila boltanum."

„Spilið gekk allt of hægt fyrir sig hjá okkur, það vantaði allan hraða í þetta. Ég held að það sé að hafa sín áhrif núna að við erum að koma úr tveimur mjög erfiðum leikjum og höfum ekki náð að hlaða batteríin að fullu," sagði Sarri.

„Við vorum að missa boltann mjög auðveldlega og gerðum fleiri mjög slæm mistök. Við fengum á okkur mark því við vorum mjög lengi að koma okkur til baka."

Seinni hálfleikurinn var mun betri að mati Sarri.

„Seinni hálfleikurinn var allt annar, við brugðumst við af krafti eftir að við lentum undir. Við náðum að bæta okkur leik og hefðum þess vegna getað unnið."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner