banner
   sun 01. desember 2019 18:54
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Þýskaland: Rashica hetja Bremen gegn Wolfsburg
Werder Bremen hafði betur gegn Wolfsburg.
Werder Bremen hafði betur gegn Wolfsburg.
Mynd: Getty Images
Wolfsburg 2 - 3 Werder Bremen
0-1 Milot Rashica ('13 , víti)
1-1 Wout Weghorst ('36 )
1-2 Leonardo Bittencourt ('39 )
2-2 William ('73 )
2-3 Milot Rashica ('83 )

Lokaleikur dagsins í þýsku úrvalsdeildinni fór fram nú í kvöld þar sem Wolfsburg og Werder Bremen mættust í skemmtilegum leik.

Það voru gestirnir sem byrjuðu betur, Milot Rashica kom þeim yfir á 13. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Heimamenn í Wolfsburg jöfnuðu metin á 36. mínútu, þar var að verki Wout Weghorst.

Staðan var ekki lengi jöfn því Leonardo Bittencourt kom Werder Bremen aftur yfir þremur mínútum eftir jöfnunarmarkið. Staðan 1-2 fyrir gestunum í hálfleik.

Aftur tókst heimamönnum að jafna á 73. mínútu, það gerði William. Staðan orðin 2-2 en þannig var hún aðeins í 10 mínútur því Milot Rashica skoraði annað markið sitt og þriðja mark Werder Bremen á 83. mínútu og tryggði þeim þar með stigin þrjú.

Werder Bremen fer með sigrinum í 12. sæti og eru með 14 stig. Wolfsburg situr í 9. sæti með 20 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner